Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi, ljósleiðari, Ketilsstaðir

Málsnúmer 202109002

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 31. fundur - 15.09.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá RARIK ofh. dags. 1.9.21 vegna fyrirhugaðra framkvæmda við lögn ljósleiðara í landi Ketilsstaða á Völlum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi og heimilar útgáfu þess hafi öllum tilskildum gögnum verið skilað. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 14. fundur - 04.10.2021

Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá RARIK ofh. dags. 1.9.21 vegna fyrirhugaðra framkvæmda við strenglögn í landi Ketilsstaða á Völlum.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 15.9. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi og heimilar útgáfu þess hafi öllum tilskildum gögnum verið skilað. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?