Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

14. fundur 04. október 2021 kl. 13:00 - 16:30 á skrifstofu sveitarfélagsins, Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Snjóholt 158100 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202010264Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi vegna skemmu í Snjóholti. Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 en ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 15.9. 2021:
Með vísan til lokamálsliðar 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af því að fjarlægð frá næstu nágrönnum er slík að ekki er líklegt að áformin hafi veruleg grenndaráhrif samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu. Afgreiðslu málsins er vísað til byggingarfulltrúa að fenginni staðfestingu heimastjórnar Fljótsdalshéraðs.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fljótsbakki 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202107091Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um byggingaráform vegna viðbyggingar við núverandi íbúðarhús á Fljótsbakka 1. Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag
Fljótsdalshéraðs 2008-2028 en ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 15.9. 2021:
Með vísan til lokamálsliðar 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af því að fjarlægð frá næstu nágrönnum er slík að ekki er líklegt að áformin hafi veruleg grenndaráhrif samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu. Afgreiðslu málsins er vísað til byggingarfulltrúa að fenginni staðfestingu heimastjórnar Fljótsdalshéraðs.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Geirastaðir 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202107095Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um byggingaráform vegna viðbyggingar við núverandi íbúðarhús á Geirastöðum 2. Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag
Fljótsdalshéraðs 2008-2028 en ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 15.9. 2021:
Með vísan til lokamálsliðar 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af því að fjarlægð frá næstu nágrönnum er slík að ekki er líklegt að áformin hafi veruleg grenndaráhrif samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu. Afgreiðslu málsins er vísað til byggingarfulltrúa að fenginni staðfestingu heimastjórnar Fljótsdalshéraðs.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umsókn byggingaráfrom og byggingarleyfi, Iðjusel 5

Málsnúmer 202109035Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um byggingaráform fyrir geymsluhúsnæði við Iðjusel 5 í Fellabæ. Lóðin tilheyrir skilgreindu athafnasvæði norðan Smiðjusels í Fellabæ samkvæmt Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Skipulagsskilmálar kveða á um að gæta skuli að því að ásýnd svæðisins sé aðlaðandi og allur frágangur á umhverfi vandaður. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið sem um ræðir. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 15.9. 2021:
Með vísan til lokamálsliðar 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af því að fjarlægð frá næstu nágrönnum er slík að ekki er líklegt að áformin hafi veruleg grenndaráhrif samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu. Afgreiðslu málsins er vísað til byggingarfulltrúa að fenginni staðfestingu heimastjórnar Fljótsdalshéraðs.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Ljósleiðari, Jökuldalur og Jökulsárhlíð

Málsnúmer 202107055Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá HEF veitum dagsett 14. júlí 2021 vegna lagningar ljósleiðara í Jökuldal og Jökulsárhlíð. Málið var áður á dagskrá ráðsins 1. september sl. þar sem samþykkt var að kalla eftir umsögnum frá Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og heimastjórn Fljótsdalshéraðs (sem náttúruverndarnefnd) þar sem hluti framkvæmdarinnar verður á svæðum sem tilheyra C-hluta náttúruminjaskrár. Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun hafa skilað umsögnum án athugasemda. Einnig liggja fyrir í málinu tvær umsagnir frá Minjastofnun Íslands.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 22.9. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi með fyrirvara um jákvæða umsögn heimastjórnar Fljótsdalshéraðs og að farið verði að skilyrðum sem fram koma í umsögnum Minjastofnunar Íslands um aðgát og merkingar á þekktum fornminjum á og við framkvæmdasvæði. Jafnframt verði litið til umsagna Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands og þess gætt að eftir plægingar þar sem er vatnshalli myndist ekki vatnsrás. Áskilið er að plæging fari ekki fram á varptíma.
Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs veitir jákvæða umsögn um framkvæmdina en leggur áherslu á að tekið verið tillit til þeirra ábendinga sem koma fram hjá umhverfis- og framkvæmdaráði og að allur frágangur eftir framkvæmdir verði vandaður. Heimastjórn beinir því til framkvæmdaaðila að haft verði samráð við Umhverfisstofnun um úttekt á framkvæmdinni m.t.t. frágangs á svæðum á náttúruminjaskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Ljósleiðari, Hákonarstaðir - Merki

Málsnúmer 202109095Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn frá HEF Veitum um lagningu ljósleiðara frá Hákonarstöðum að Merki í Jökuldal.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 22.9. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi og heimilar útgáfu þess hafi öllum tilskildum gögnum verið skilað. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um framkvæmdaleyfi, ljósleiðari, Ketilsstaðir

Málsnúmer 202109002Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá RARIK ofh. dags. 1.9.21 vegna fyrirhugaðra framkvæmda við strenglögn í landi Ketilsstaða á Völlum.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 15.9. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi og heimilar útgáfu þess hafi öllum tilskildum gögnum verið skilað. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Deiliskipulag, Egilsstaðir, Hreinsivirki við Melshorn

Málsnúmer 202109120Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn frá HEF Veitum ehf. um heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð undir hreinsivirki við Melshorn á Egilsstöðum. Jafnframt liggur fyrir skipulagsuppdráttur dags. 30. ágúst 2021 og greinagerð dags. 17. september 2021. Markmið skipulagsins er m.a. að gera grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum við hreinsistöðina og draga fram skýra skilmála um lóðina og landnotkun vegna starfsemi á henni. Tillagan er í samræmi við Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 29.9. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila HEF veitum gerð deiliskipulags fyrir lóð fyrirtækisins við Melshorn sbr. 2. ml. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt samþykkir ráðið, með vísan til 2. ml. 3. mgr. 40. gr. sömu laga, að falla frá gerð lýsingar fyrir nýtt deiliskipulag þar sem allar meginforsendur þess liggja fyrir í aðalskipulagi. Ráðið samþykkir að fyrirliggjandi skipulagsuppdráttur verði kynntur sem vinnslutillaga sbr. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til við sveitarstjórn að í ljósi þess að forsendur hafa breyst frá því gildandi aðalaskipulag var gert fyrir svæðið, að staðarval hreinsivirkis við Melshorn verði endurskoðað með tilliti til nálægðar við íbúabyggð, mögulega lyktarmengun, þróun byggðar og samgangna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Afgreiðsla mála og verkferlar á umhverfis- og framkvæmdasviði

Málsnúmer 202104327Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tillögur að breytingum á verkferlum við grenndarkynningar sem umhverfis- og framkvæmdasvið hefur unnið. Jafnframt verkferlar varðandi deiliskipulag og mögulegar breytingar á þeim með breytingum á samþykktum sveitarfélagsins.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 29.9. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa tillögum að breytingum á verkferlum við grenndarkynningar til umsagnar heimastjórna sveitarfélagsins. Jafnframt samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að beina því til byggðarráðs að hafin verði vinna við endurskoðun á samþykktum sveitarfélagsins, með það í huga að geta stytt og gert skilvirkari verkferla í skipulagsmálum. Meðal annars verði horft til þeirra tillagna sem fyrir fundinum liggja.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs lýsir yfir ánægju með að leitað sé leiða til að stytta og einfalda verkferla á umhverfis- og framkvæmdasviði og óskar eftir að fengið verði álit frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um þær hugmyndir er snúa að því stytta ferlið og afgreiðslutíma vegna grenndarkynninga og deiliskipulags.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsögn um tækifærisleyfi fyrir vegna skólaskemmtunar Menntaskólans á Egilsstöðum

Málsnúmer 202109148Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Sýslumanninum á Austurlandi dagsett 24.9. 2021 umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna skólaskemmtunar ME sem halda á í Ask Taproom, Tjarnarbraut 25, Egilsstööum, 21. október 2021. Ábyrgðarmaður er Árni Ólason skólameistari.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs veitir jákvæða umsögn um veitingu þessa tækifærisleyfis, enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir frá lögreglu, brunaeftirliti og heilbrigðiseftirliti. Jafnframt er staðfest að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um og fyrirhugaður opnunartími er innan marka sem fram koma í lögreglusamþykkt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Umsókn um leyfi fyrir rannsóknum á Vesturöræfum

Málsnúmer 202109051Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um leyfi til rannsókna á Vesturöræfum dagsett 6. september 2021 frá Háskóla Íslands. Sveitarfélagið óskaði eftir umsögn Náttúrustofu Austurlands vegna áformanna og liggur hún fyrir ráðinu.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 15.9. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti umsókn um leyfi fyrir rannsóknum á Vesturöræfum eins og þeim er lýst í erindi frá Ingibjörgu Svölu Jónsdóttur prófessor, Háskóla Íslands. Áskilið er að tekið verði tillit til umsagnar frá Náttúrustofu Austurlands m.a. ábendingum varðandi frágang á girðingum. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrir sitt leiti fyrirliggjandi umsókn um leyfi fyrir rannsóknum á Vesturöræfum. Því er beint til byggðaráðs að gerður verði samningur við umsækjanda um verkefnið með hliðsjón af ábendingum Náttúrustofu Austurlands og umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?