Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi, háspennustrengur, Egilsstaðir,

Málsnúmer 202109011

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 31. fundur - 15.09.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá RARIK ohf. vegna lagningar á háspennustreng í miðbæ Egilsstaða.

Frestað til næsta fundar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 32. fundur - 22.09.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá RARIK ohf. vegna lagningar á háspennustreng í miðbæ Egilsstaða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi með fyrirvara um jákvæða umsögn Vegagerðarinnar og jafnframt að gerð verði minniháttar leiðrétting á uppdrætti gildandi deiliskipulags sem sýnir lagnaleiðina. Ráðið heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi að öllum skilyrðum uppfylltum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?