Fara í efni

Umsókn um leyfi fyrir rannsóknum á Vesturöræfum

Málsnúmer 202109051

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 31. fundur - 15.09.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um leyfi til rannsókna á Vesturöræfum dagsett 6. september 2021 frá Háskóla Íslands. Sveitarfélagið óskaði eftir umsögn Náttúrustofu Austurlands vegna áformanna og liggur hún fyrir ráðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti umsókn um leyfi fyrir rannsóknum á Vesturöræfum eins og þeim er lýst í erindi frá Ingibjörgu Svölu Jónsdóttur prófessor, Háskóla Íslands. Áskilið er að tekið verði tillit til umsagnar frá Náttúrustofu Austurlands m.a. ábendingum varðandi frágang á girðingum. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 14. fundur - 04.10.2021

Fyrir liggur umsókn um leyfi til rannsókna á Vesturöræfum dagsett 6. september 2021 frá Háskóla Íslands. Sveitarfélagið óskaði eftir umsögn Náttúrustofu Austurlands vegna áformanna og liggur hún fyrir ráðinu.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 15.9. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti umsókn um leyfi fyrir rannsóknum á Vesturöræfum eins og þeim er lýst í erindi frá Ingibjörgu Svölu Jónsdóttur prófessor, Háskóla Íslands. Áskilið er að tekið verði tillit til umsagnar frá Náttúrustofu Austurlands m.a. ábendingum varðandi frágang á girðingum. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrir sitt leiti fyrirliggjandi umsókn um leyfi fyrir rannsóknum á Vesturöræfum. Því er beint til byggðaráðs að gerður verði samningur við umsækjanda um verkefnið með hliðsjón af ábendingum Náttúrustofu Austurlands og umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 35. fundur - 19.10.2021

Fyrir lá bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 04.10.2021, þar sem heimastjórn samþykkir fyrir sitt leiti fyrirliggjandi umsókn um leyfi fyrir rannsóknum á Vesturöræfum. Því er jafnframt beint til byggðaráðs að gerður verði samningur við umsækjanda um verkefni með hliðsjón af ábendingum Náttúrustofu Austurlands og umhverfis- og framkvæmdaráðs.
Einnig lágu fyrir drög að samningi á milli aðila varðandi leyfi til rannsókna á Vesturöræfum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi vegna rannsókna á Vesturöræfum, með breytingum í samræmi við umræður á fundinum og felur sveitarstjóra að ganga frá samningnum fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?