Fara í efni

Styrkbeiðni vegna landvörslu á Víknaslóðum 2022

Málsnúmer 202109147

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 35. fundur - 19.10.2021

Fyrir lá erindi frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs og Ferðamálahópi Borgarfjarðar eystri þar sem óskað er eftir 2,6 millj.kr. fjárframlagi frá Múlaþingi til að tryggja landvörslu á Víknaslóðum sumarið 2022, utan friðlýsts svæðis.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa framkomnu erindi frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs og Ferðamálahópi Borgarfjarðar eystri til heimastjórna Borgarfjarðar og Fljótsdalshéraðs til umsagnar.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 15. fundur - 01.11.2021

Fyrir liggur erindi frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs og Ferðamálahópi Borgarfjarðar eystri þar sem óskað er eftir 2,6 millj.kr. fjárframlagi frá Múlaþingi til að tryggja landvörslu á Víknaslóðum sumarið 2022, utan friðlýsts svæðis.

Eftirfarandi var bókað á fundi byggðaráðs 19.10. 2021:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa framkomnu erindi frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs og Ferðamálahópi Borgarfjarðar eystri til heimastjórna Borgarfjarðar og Fljótsdalshéraðs til umsagnar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs tekur jákvætt í málið og leggur til að áfram verði stutt við það góða starf sem unnið hefur verið við uppbyggingu gönguleiða og mótvægi við rask af álagi vegna þess fjölda sem leggur ferð sína um svæðið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 16. fundur - 03.11.2021

Fyrir lá styrkbeiðni vegna landvörslu á Víknaslóðum frá ferðafélagi Fljótsdalshéraðs. Heimastjórn harmar þá ákvörðun Umhverfisráðuneytis að leggja verkefninu ekki til fjármagn líkt og verið hefur. Fyrir vikið þarf frekari fjármögnun verkefnisins frá hendi sveitarfélagsins. Almennt hefur ríkt ánægja og sátt með verkefnið hingað til og væri miður ef það skyldi hætta.

Eftirfarandi var bókað á fundi byggðaráðs 19.10. 2021:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa framkomnu erindi frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs og Ferðamálahópi Borgarfjarðar eystri til heimastjórna Borgarfjarðar og Fljótsdalshéraðs til umsagnar.

Heimastjórn telur eðlilegt að sveitarfélagið komi að verkefninu með einhverjum hætti og beinir því til Byggðaráðs að finna verkefninu stað í fjárhagsáætlun.

Byggðaráð Múlaþings - 38. fundur - 16.11.2021

Fyrir lágu bókanir frá heimastjórn Fljótsdalshéraðs, dags. 01.11.2021, og frá heimastjórn Borgarfjarðar, dags. 03.11.2021, þar sem lagt er til að sveitarfélagið komi áfram að verkefninu landvörslu á Víknaslóðum með fjárframlagi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir með heimastjórn Borgarfjarðar og harmar þá ákvörðun Umhverfisráðuneytisins að leggja verkefninu ekki til fjármagn líkt og verið hefur og óskar eftir því að sú ákvörðun ráðuneytisins verði tekin til endurskoðunar. Byggðaráð samþykkir jafnframt að sveitarfélagið komi áfram að verkefninu og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að sjá um að svo verði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?