Fara í efni

Deiliskipulagsbreyting, Eyjólfsstaðaskógur, svæði D, E og F

Málsnúmer 202109166

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 34. fundur - 06.10.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í Eyjólfsstaðaskógi, svæði D, E og F.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fram fari grenndarkynning á fyrirliggjandi tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í Eyjólfsstaðaskógi, svæði D, E og F, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan verði grenndarkynnt fyrir eigendum frístundahúsa á umræddu svæði. Umsagnaraðilar eru Minjastofnun Íslands, Brunavarnir á Austurlandi og HAUST.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 40. fundur - 01.12.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Eyjólfsstaðaskógar, svæði D, E og F. Grenndarkynningu lauk 18. nóvember sl. án athugasemda frá íbúum en taka þarf afstöðu til umsagnar HAUST.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fór yfir athugasemd sem barst og samþykkir að gera viðeigandi lagfæringar á tillögunni. Ráðið samþykkir tillöguna með breytingu og vísar henni til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 var fjarverandi (JS).

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 16. fundur - 06.12.2021

Fyrir liggur tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í Eyjólfsstaðaskógi, svæði D, E og F. Grenndarkynningu lauk 18. nóvember sl. án athugasemda frá íbúum en taka þarf afstöðu til umsagnar HAUST.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 1.12.2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fór yfir athugasemd sem barst og samþykkir að gera viðeigandi lagfæringar á tillögunni. Ráðið samþykkir tillöguna með breytingu og vísar henni til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?