Fara í efni

Samráðsgátt. Breyting á reglugerð nr. 10882012 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Drög

Málsnúmer 202110031

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 35. fundur - 19.10.2021

Fyrir lágu frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1088/2018 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 67. fundur - 15.11.2022

Fyrir liggur að áform um lagabreytingar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga hafa verið birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda

Í vinnslu.

Byggðaráð Múlaþings - 68. fundur - 22.11.2022

Fyrir liggur að áform um lagabreytingar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga hafa verið birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings fagnar þeirri vinnu sem hafin er við vinnslu frumvarps um breytingar á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og styður þær áherslur sem unnið verður samkvæmt er lúta m.a. að betri stuðningi við millistór og fjölkjarna sveitarfélög með flóknar útgjaldaþarfir, hvata til sameiningar sveitarfélaga og einföldun regluverks og aukið gagnsæi. Sveitarstjóra falið að koma umsögninni á framfæri.

Samþykkt samhljóða án handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?