Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi, Lagarfljót, bakkavarnir

Málsnúmer 202110127

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 36. fundur - 27.10.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi dagsett 15. október frá Landsvirkjun og varðar fyrirhugaðar framkvæmdir vegna bakkavarna við Lagarfljót. Svæðið sem um ræðir er á C-hluta náttúruminjaskrár, nr. 647 Finnsstaðanes og Egilsstaðanes. Samkvæmt upplýsingum frá landeiganda er framkvæmdin unnin með hans leyfi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem framkvæmdin sem um ræðir er á svæði á C-hluta náttúruminjaskrár samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð, með vísan til 3. mgr. 37. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013, að kalla eftir umsögnum frá Náttúrufræðistofnun Íslands og heimastjórn Fljótsdalshéraðs, sem náttúruverndarnefnd. Þegar liggur fyrir í málinu jákvæð umsögn Umhverfisstofnunar. Með hliðsjón af því samþykkir ráðið að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis með fyrirvara um að umsagnir verði jákvæðar og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 15. fundur - 01.11.2021

Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi dagsett 15. október frá Landsvirkjun og varðar fyrirhugaðar framkvæmdir vegna bakkavarna við Lagarfljót. Svæðið sem um ræðir er á C-hluta náttúruminjaskrár, nr. 647 Finnsstaðanes og Egilsstaðanes. Samkvæmt upplýsingum frá landeiganda er framkvæmdin unnin með hans leyfi.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 27.10 2021:
Þar sem framkvæmdin sem um ræðir er á svæði á C-hluta náttúruminjaskrár samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð, með vísan til 3. mgr. 37. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013, að kalla eftir umsögnum frá Náttúrufræðistofnun Íslands og heimastjórn Fljótsdalshéraðs, sem náttúruverndarnefnd. Þegar liggur fyrir í málinu jákvæð umsögn Umhverfisstofnunar. Með hliðsjón af því samþykkir ráðið að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis með fyrirvara um að umsagnir verði jákvæðar og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs veitir jákvæða umsögn um framkvæmdina fyrir sitt leiti en frestar afgreiðslu málsins þar sem enn vantar umsögn frá Náttúrufræðistofnun Íslands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 16. fundur - 06.12.2021

Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi dagsett 15. október frá Landsvirkjun og varðar fyrirhugaðar framkvæmdir vegna bakkavarna við Lagarfljót. Svæðið sem um ræðir er á C-hluta náttúruminjaskrár, nr. 647 Finnsstaðanes og Egilsstaðanes. Samkvæmt upplýsingum frá landeiganda er framkvæmdin unnin með hans leyfi.

Málið var áður á dagskrá heimastjórnar Fljótsdalshéraðs 1. nóvember 2021 en var þá frestað þar sem þá vantaði umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands. Jákvæð umsögn Náttúrufræðistofnunar liggur nú fyrir.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs hefur þegar veitt jákvæða umsögn um verkefnið og staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs um framkvæmdaleyfi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?