Fara í efni

Ósk um afstöðu Múlaþings til uppbyggingu á Lónsleiru Seyðisfirði

Málsnúmer 202111057

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 40. fundur - 01.12.2021

Jónína Brynjólfsdóttir vakti máls á mögulegu vanhæfi sínu í málinu sem starfandi safnstjóri Tækniminjasafns Austurlands. Formaður bar upp tillögu þess efnis sem var samþykkt samhljóða og vék hún af fundi við umræðu og afgreiðslu.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá lóðarhöfum við Lónsleiru 7 og 9 er varðar hugmyndir um frekari uppbyggingu við Lónsleiru 11 og 13. Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir fundi hans með málsaðilum þar sem fram kom að fyrirhuguð áform eru ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag. Fram kom að Tækniminjasafn Austurlands hefur sent byggðaráði Múlaþings erindi þar sem óskað er eftir umræddum lóðum til framtíðaruppbyggingar safnins í samræmi við tillögur ráðgjafanefndar um færslu húsa á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar erindið og fagnar hugmyndum um frekari uppbyggingu á Seyðisfirði. Ráðið felur formanni og skipulagsfulltrúa að funda með málsaðilum um mögulega útfærslu á fyrirliggjandi hugmyndum þeirra.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir því við heimastjórn Seyðisfjarðar að unnin verði breyting á gildandi deiliskipulagi svæðisins þar sem horft verði til þeirra hugmynda sem fram hafa komið um nýtingu þess.
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að taka lóðirnar Lónsleira 1-5 og 11-17 út af lista yfir lausar lóðir í Múlaþingi á meðan málið er til skoðunar.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 (JB) var fjarverandi.

Gestir

  • Úlfar Trausti Þórðarson - mæting: 10:10

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 18. fundur - 06.12.2021

Fyrir fundinum liggur erindi frá lóðarhöfum við Lónsleiru 7 og 9 er varðar hugmyndir um frekari uppbyggingu við Lónsleiru 11 og 13. Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir fundi hans með málsaðilum þar sem fram kom að fyrirhuguð áform eru ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag. Fram kom að Tækniminjasafn Austurlands hefur sent byggðaráði Múlaþings erindi þar sem óskað er eftir umræddum lóðum til framtíðaruppbyggingar safnins í samræmi við tillögur ráðgjafanefndar um færslu húsa á Seyðisfirði.

Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir því við heimastjórn Seyðisfjarðar að unnin verði breyting á gildandi deiliskipulagi svæðisins þar sem horft verði til þeirra hugmynda sem fram hafa komið um nýtingu þess



Heimastjórn fagnar metnaðarfullum áformum Lónsleiru en tekur undir með Byggingafulltrúa um að fyrirhuguð áform eru ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag. Um svæðið H1 Miðbær Seyðisfjarðarkaupstaðar gildir Hverfisvernd. í greinagerð með gildandi aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar kemur fram að markmiðið með hverfisvernd sé að skapa í miðbæ Seyðisfjarðar heilsteypta bæjarmynd sem byggir á andrúmslofti liðins tíma með verndun sögulegra húsa og götumynda að leiðarljósi. Úrlausnin felst í vönduðu deiliskipulagi sem byggir á framangreindu markmiði.

Heimastjórn Seyðisfjarðar felur Skipulagsfulltrúa að vinna tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi svæðisins er um ræðir. Bendir heimastjórn á að taka verði sérstakt tillit til hverfisverndar og áherslur ráðgjafanefndar um færslu húsa hvað varðar Tækniminjasafn Austurlands.

Gestir

  • Sigurður Jónsson, Skipulagsfulltrúi - mæting: 09:45

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 48. fundur - 02.03.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka til umfjöllunar að nýju lóðir við Lónsleiru 1, 3 og 5 á Seyðisfirði sem ráðið lét taka út af lista yfir lausar lóðir þann 1. desember 2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta færa lóðirnar við Lónsleiru 1, 3 og 5 aftur á lista yfir lausar lóðir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?