Fara í efni

Aðalskipulagsbreyting, Egilsstaðir, þétting byggðar í Einbúablá og Mánatröð

Málsnúmer 202111071

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 38. fundur - 17.11.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 er varðar þéttingu byggðar við Mánatröð og Einbúablá. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til lýsingarinnar og kynningar á henni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði kynnt í samræmi við ákvæði 30. gr. sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 18. fundur - 08.12.2021

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 17.11.2021, þar sem því er vísað til sveitarstjórnar að fyrirliggjandi skipulagslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, er varðar þéttingu byggðar við Mánatröð og Einbúablá, verði kynnt í samræmi við ákvæði skipulagslaga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir, að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs, að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði kynnt í samræmi við ákvæði 30. gr. sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 43. fundur - 19.01.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja umsagnir og athugasemdir sem bárust á kynningartíma skipulagslýsingar verkefnisins. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til áframhaldandi málsmeðferðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með teknu tilliti til fram kominna athugasemda samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá fyrirhugaðri breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs. Málinu er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
Ráðið telur mikilvægt að áfram verði litið til þéttingar byggðar í þéttbýli Múlaþings við gerð nýs aðalskipulags og felur skipulagsfulltrúa að fylgja því eftir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 20. fundur - 09.02.2022

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 19.01.2022, þar sem því er vísað til sveitarstjórnar Múlaþings að samþykkt verði að falla frá fyrirhugaðri breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs.

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir, að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs, að fallið verði frá fyrirhugaðri breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs er snýst um þéttingu byggðar í Einbúablá og Mánatröð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?