Fara í efni

Fundagerðir stjórnar, Minjasafn Austurland

Málsnúmer 202111121

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 39. fundur - 23.11.2021

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Minjasafns Austurlands frá 28.09.2021.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 47. fundur - 15.03.2022

Fyrir lá fundargerð stjórnar Minjasafns Austurlands, dags. 24.02.2022, þar sem m.a. er lögð áhersla á að stjórn Minjasafnsins sé betur upplýst um stöðu mála varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir við Safnahúsið en verið hefur auk þess að vakin er athygli á því að mikilvægt sé aðildarsveitarfélögin setji sér menningarstefnu þar sem hlutverk safna sé skilgreint.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings beinir því til byggingarnefndar Menningarhúss að bregðast við fram komnum athugasemdum stjórnar Minjasafns Austurlands varðandi upplýsingaflæði á milli aðila. Hvað varðar ábendingar varðandi menningarstefnu sveitarfélaganna, þar sem hlutverk safna verði skilgreint sérstaklega, tekur byggðaráð Múlaþings undir mikilvægi þessa og mun á það verða lögð áhersla að áfram verði unnið að því að koma safnastarfsemi innan sveitarfélagsins í farsælan farveg.


Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 59. fundur - 06.09.2022

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Minjasafns Austurlands, dags. 01.09.2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun Minjasafns Austurlands fyrir árið 2023 til atvinnu- og menningarstjóra til úrvinnslu í tengslum við vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023 - 2026.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Getum við bætt efni þessarar síðu?