Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

47. fundur 15. mars 2022 kl. 08:30 - 09:35 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2022

Málsnúmer 202201015Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni - Ósk um afstöðu

Málsnúmer 202110002Vakta málsnúmer

Fyrir lágu samþykktir fyrir húsnæðissjálfseignarstofnunina Brák hses sem hefur þann tilgang að stuðla að uppbyggingu leiguíbúða á landsbyggðinni utan höfuðborgarsvæðisins. Gert er ráð fyrir að 31 sveitarfélag gerist stofnaðilar félagsins, þar á meðal Múlaþing, og greiði hvert og eitt í framlagsfé kr. 50.000,- eða samtals kr. 1.550.000,-.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur til að sveitarfélagið gerist stofnaðili að húsnæðissjálfseignarstofnuninni Brák hses sem hefur þann tilgang að stuðla að uppbyggingu leiguíbúða á landsbygginni. Málinu vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Útleiga á húsnæði í eigu sveitarfélagsins

Málsnúmer 202203069Vakta málsnúmer

Fyrir lágu reglur Fljótsdalshéraðs um notkun fasteigna í eigu og umsjón sveitarfélagsins aðrar en íbúðarhúsnæði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra og skrifstofustjóra, í samráði við heimastjórnir, að vinna tillögur að reglum fyrir Múlaþing er varða notkun fasteigna í eigu og umsjón sveitarfélagsins aðrar en íbúðarhúsnæði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Fundargerðir stjórnar HEF - 2022

Málsnúmer 202201099Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð stjórnar HEF veitna, dags. 02.03.2022. Þar sem fram kemur m.a. að boðað er til aðalfundar félagsins 17. mars nk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að fulltrúar í sveitarstjórn fari með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi HEF veitna er fram fer fimmtudaginn 17. mars 2022. Atkvæði skiptist jafnt á þá fulltrúa er mæta til fundar. Sé fulltrúi í sveitarstjórn forfallaður er viðkomanda heimilt að kalla til varafulltrúa í sveitarstjórn í sinn stað, sem fer þá með atkvæði viðkomandi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2022

Málsnúmer 202201078Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 25.02.2022.

Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 2022

Málsnúmer 202201168Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, dags. 11.02.2022.

Lagt fram til kynningar.

7.Fundagerðir stjórnar, Minjasafns Austurland

Málsnúmer 202111121Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð stjórnar Minjasafns Austurlands, dags. 24.02.2022, þar sem m.a. er lögð áhersla á að stjórn Minjasafnsins sé betur upplýst um stöðu mála varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir við Safnahúsið en verið hefur auk þess að vakin er athygli á því að mikilvægt sé aðildarsveitarfélögin setji sér menningarstefnu þar sem hlutverk safna sé skilgreint.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings beinir því til byggingarnefndar Menningarhúss að bregðast við fram komnum athugasemdum stjórnar Minjasafns Austurlands varðandi upplýsingaflæði á milli aðila. Hvað varðar ábendingar varðandi menningarstefnu sveitarfélaganna, þar sem hlutverk safna verði skilgreint sérstaklega, tekur byggðaráð Múlaþings undir mikilvægi þessa og mun á það verða lögð áhersla að áfram verði unnið að því að koma safnastarfsemi innan sveitarfélagsins í farsælan farveg.


Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir 2022

Málsnúmer 202201134Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð stjórnar Almannavarnarnefndar Austurlands, dags. 28.02.2022.

Lagt fram til kynningar.

9.Betri Borgarfjörður, brothættar byggðir

Málsnúmer 202110005Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð verkefnisstjórnar Betri Borgarfjarðar, dags. 02.03.2022, þar sem fram kemur m.a. að fyrirhugaður sé síðasti íbúafundur verkefnisins í yfirstandandi viku.

Lagt fram til kynningar.

10.Bréf EFS til allra sveitarfélaga um almennt eftirlit á árinu 2022

Málsnúmer 202203068Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 21.02.2022, þar sem grein er gerð fyrir því hvernig staðið verði að almennu eftirliti með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2022.

Lagt fram til kynningar.

11.Áskorun frá Sveitarfélaginu Vogar vegna Suðurnesjalínu 2.

Málsnúmer 202203054Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun bæjarráðs sveitarfélagsins Voga, dags. 02.03.2022, þar sem sveitarfélög og Samband íslenskra sveitarfélaga eru hvött til að veita umsögn og taka afstöðu til frumvarps til laga er veita Landsneti framkvæmdaleyfi til lagningar Suðurnesjalínu 2 í lofti í sveitafélaginu.

Lagt fram til kynningar.

12.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldastofn fasteignaskatts), 78. mál.

Málsnúmer 202203067Vakta málsnúmer

202203067 - Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldastofn fasteignaskatts), 78. mál.
Fyrir lá, frá efnahags- og viðskiptanefnd alþingis, til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga, 78. mál.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:35.

Getum við bætt efni þessarar síðu?