Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi. Göngu- og hjólastígur frá Fellabæ að Vök Baths.

Málsnúmer 202111202

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 40. fundur - 01.12.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu göngu- og hjólastígar frá Fellabæ að Vök Baths við Urriðavatn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar umsagnir hafa borist og að lokinni afgreiðslu heimastjórnar. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 var fjarverandi (JS).

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 16. fundur - 06.12.2021

Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu göngu- og hjólastígar frá Fellabæ að Vök Baths við Urriðavatn.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 1.12. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar umsagnir hafa borist og að lokinni afgreiðslu heimastjórnar. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 41. fundur - 15.12.2021

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnti breytta legu fyrirhugaðs göngustígs frá Einhleypingi í Fellabæ að Vök Baths við Urriðavatn en Vegagerðin hafði gert athugasemd við áður samþykkta legu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við breytta legu á stígnum.

Samþykkt samhljóða með 6 atkvæðum, 1 var fjarverandi (PH).
Getum við bætt efni þessarar síðu?