Fara í efni

Uppbygging atvinnuhúsnæðis á Borgarfirði

Málsnúmer 202112019

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 18. fundur - 06.12.2021

Heimastjórn gerði könnun síðsumars þar sem skoðuð var þörf fyrir uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Borgarfirði. Fyrir liggur minnisblað um niðurstöðu hennar. Ljóst er að þörf fyrir atvinnuhúsnæði er til staðar.

Í því samhengi hefur verið skoðuð breytt nýting á núverandi húsnæði Björgunarsveitar, Slökkviðliðs og endurvinnslu (Heiðin). Tilefnið er m.a. aukin húsnæðisþörf björgunarsveitar og minnisblað frá Húsnæðis - og Mannvirkjastofnun vegna húsnæðisaðstöðu slökkviliðsins. Myndaður var rýnihópur hagsmunaaðila sem fundað hefur einu sinni um málið og fyrir heimastjórn lá fundargerð hópsins. Þar var lögð fram sú tillaga að skoða hvort Björgunarsveitin Sveinungi myndi kaupa aukna hlutdeild í Heiðinni af sveitarfélaginu sem flytja myndi þá starfsemi sem þyrfti að víkja yfir í nýtt atvinnuhúsnæði.

Heimastjórn fellst á tillögu rýnihópsins og beinir því til byggðaráðs Múlaþings með hvaða hætti sveitarfélagið geti stuðlað að uppbyggingu atvinnuhúsnæðis á svæðinu t.d. með niðurfellingu gatnagerðargjalda. Formanni falið að vinna málið áfram ásamt því að boða til fundar hagsmunaaðila um málið.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

Byggðaráð Múlaþings - 41. fundur - 18.01.2022

Fyrir lá bókun heimstjórnar Borgarfjarðar, dags. 06.12.2021, þar sem því er beint til byggðaráðs að skoðað verði með hvaða hætti sveitarfélagið geti stuðlað að uppbyggingu atvinnuhúsnæðis á Borgarfirði t.d. með niðurfellingu gatnagerðargjalda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fá álit umhverfis- og framkvæmdaráðs á því hvort til greina komi að fara út í tilslakanir gjalda er snerta uppbyggingu atvinnuhúsnæðis á Borgarfirði og hvernig slíkt skuli útfært.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 44. fundur - 26.01.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun frá byggðaráði þar sem óskað er eftir áliti ráðsins á hugmyndum heimastjórnar Borgarfjarðar um tilslakanir gjalda er snerta uppbyggingu atvinnuhúsnæðis á Borgarfirði og hvernig slíkt skuli útfært.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í núgildandi samþykktum umhverfis- og framkvæmdaráðs um afslætti af gatnagerðargjöldum, sem staðfestar hafa verið af sveitarstjórn, er ekki gert ráð fyrir að veittir séu afslættir af gatnagerðargjöldum vegna atvinnuhúsnæðis. Ráðinu er heimilt að samþykkja tímabundna afslætti vegna byggingar atvinnuhúsnæðis á tilgreindum svæðum, standi vilji sveitastjórnar til þess, en þá þarf að huga vel að rökstuðningi þar að baki.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 43. fundur - 01.02.2022

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 26.01.2022, þar sem fram kemur að heimilt er að samþykkja tímabundna afslætti vegna byggingar atvinnuhúsnæðis á tilgreindum svæðum, standi vilji sveitarstjórnar til þess, en að þá þurfi að huga vel að rökstuðningi.

Í vinnslu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 20. fundur - 01.02.2022

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis ? og framkvæmdaráðs 26.01.2022:

Í núgildandi samþykktum umhverfis- og framkvæmdaráðs um afslætti af gatnagerðargjöldum, sem staðfestar hafa verið af sveitarstjórn, er ekki gert ráð fyrir að veittir séu afslættir af gatnagerðargjöldum vegna atvinnuhúsnæðis. Ráðinu er heimilt að samþykkja tímabundna afslætti vegna byggingar atvinnuhúsnæðis á tilgreindum svæðum, standi vilji sveitastjórnar til þess, en þá þarf að huga vel að rökstuðningi þar að baki.

Byggðarráð bókaði málið í vinnslu á fundi sínum 01.02.2022.

Í vinnslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?