Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

20. fundur 01. febrúar 2022 kl. 13:00 - 14:30 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Alda Marín Kristinsdóttir
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson
Starfsmenn
  • Jón Þórðarson
Fundargerð ritaði: Jón Þórðarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Kröfur ríkisins um þjóðlendur á Austfjörðum

Málsnúmer 202201165Vakta málsnúmer

Heimastjórn sat upplýsingafund vegna kröfu ríkisins um þjóðlendur á Austfjörðum. Heimastjórn mun taka málið fyrir á næsta fundi. Heimastjórn beinir því til sveitarfélagsins að það haldi kynningarfundi um málið.

Lagt fram til kynningar.

2.Húsnæðisáætlun og skipulagsmál

Málsnúmer 202104062Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að húsnæðisáætlun fyrir Múlaþing er byggir m.a. á gögnum frá Húsnæðis ? og mannvirkjastofnun sem varða byggðakjarnana fjóra í sveitarfélaginu.

Síðustu tvö ár hefur húsnæðisframboð á Borgarfirði aukist um 9 einingar. Ekki hefur losnað húsnæði þess vegna og er skortur á húsnæði á svæðinu. Frá 2018 hefur íbúum Borgarfjarðar fjölgað um 17,6% og haldi sú jákvæða þróun áfram er ljóst að húsnæðisþörfin er verulega vanmetin í drögum að húsnæðisáætlun Múlaþings. Heimastjórn Borgarfjarðar telur mikilvægt að húsnæðisáætlun Múlaþings endurspegli raunverulega þörf fyrir íbúðarhúsnæði á svæðinu svo framkvæmdaraðilar geti hagnýtt sér þá kosti (stofnframlög og lán) sem í boði eru gegnum Húsnæðis ? og mannvirkjastofnun. Gildandi húsnæðisáætlun Borgarfjarðarhrepps frá 2017 notaði aðrar aðferðir við að meta húsnæðisþörf staðarins og hefur nú þegar 10 ára áætlun hennar verið náð þrátt fyrir að meta þörfina talsvert hærri en drög húsnæðisáætlunar Múlaþings. Heimastjórn Borgarfjarðar metur það svo að þótt að 10 íbúðareiningum yrði bætt við á Borgarfirði nú þegar væri það ekki nóg.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Uppbygging atvinnuhúsnæðis á Borgarfirði

Málsnúmer 202112019Vakta málsnúmer

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis ? og framkvæmdaráðs 26.01.2022:

Í núgildandi samþykktum umhverfis- og framkvæmdaráðs um afslætti af gatnagerðargjöldum, sem staðfestar hafa verið af sveitarstjórn, er ekki gert ráð fyrir að veittir séu afslættir af gatnagerðargjöldum vegna atvinnuhúsnæðis. Ráðinu er heimilt að samþykkja tímabundna afslætti vegna byggingar atvinnuhúsnæðis á tilgreindum svæðum, standi vilji sveitastjórnar til þess, en þá þarf að huga vel að rökstuðningi þar að baki.

Byggðarráð bókaði málið í vinnslu á fundi sínum 01.02.2022.

Í vinnslu.

4.Húsnæðisvandi Sveinunga

Málsnúmer 202201173Vakta málsnúmer

Borist hefur fyrirspurn frá Björgunarsveitinni Sveinunga um að skoða möguleika þess að sveitin fái að kaupa aukinn hlut í því húsnæði sem sveitin er í (Heiðin).

Heimastjórn mun afla sér frekari upplýsinga um málið.

Í vinnslu.

5.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Næsti reglulegi fundur Heimastjórnar Borgarfjarðar er þriðjudaginn 1.mars kl. 13:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir kl. 12:00 föstudaginn 25.febrúar.

Erindi skal senda annað hvort á netfangið jon.thordarson@mulathing.is eða eythor.stefansson@mulathing.is eða bréfleiðis til Hreppsstofu.

Fundi slitið - kl. 14:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?