Fara í efni

Fyrirspurn um Ánastaði og Jórvík

Málsnúmer 202112058

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 17. fundur - 10.01.2022

Fyrir liggur afrit af tölvupósti, dagsettur 7.12. 2021, frá Búnaðarfélagi Hjaltastaðahrepps til Ríkiseigna þar sem spurt er út í uppsögn ábúðarsamninga á tveimur jörðum í Hjaltastaðaþinghá, Ánastöðum og Jórvík. Jafnframt liggur fyrir svar Ríkiseigna dagsett 21.12. 2021.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs felur formanni og starfsmanni að kalla eftir frekari upplýsingum um málið í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handaupprétttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 18. fundur - 07.02.2022

Fyrir liggja svör Ríkiseigna, dagsett 31.1. 2022, við spurningum heimastjórnar Fljótsdalshéraðs vegna málsins. Málið var áður á dagskrá heimastjórnar 11.1. 2022.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs áréttar mikilvægi þess að í málum sem þessum sé unnið náið með íbúum svæðisins og sveitarfélögum. Starfsmanni og formanni falið að senda Ríkiseignum viðbrögð við svörum Ríkiseigna frá 31.1. í samræmi við umræður á fundinum. Stefnt er á að málið verði tekið aftur fyrir á næsta fundi heimastjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 20. fundur - 24.03.2022

Fyrir liggja frekari svör, dagsett 9. mars 2022, við spurningum heimastjórnar Fljótsdalshéraðs vegna málsins.
Málið var síðast á dagskrá heimastjórnar 8. febrúar 2022.

Lagt fram til kynningar og málið er áfram í vinnslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?