Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

17. fundur 10. janúar 2022 kl. 13:00 - 16:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Fyrirspurn um Ánastaði og Jórvík

Málsnúmer 202112058Vakta málsnúmer

Fyrir liggur afrit af tölvupósti, dagsettur 7.12. 2021, frá Búnaðarfélagi Hjaltastaðahrepps til Ríkiseigna þar sem spurt er út í uppsögn ábúðarsamninga á tveimur jörðum í Hjaltastaðaþinghá, Ánastöðum og Jórvík. Jafnframt liggur fyrir svar Ríkiseigna dagsett 21.12. 2021.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs felur formanni og starfsmanni að kalla eftir frekari upplýsingum um málið í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handaupprétttingu.

2.Ósk um umsögn, Aðflugsljós á Egilsstaðaflugvelli

Málsnúmer 202112082Vakta málsnúmer

Fyrir heimastjórn Fljótsdalshéraðs liggja drög að umsögn til Skipulagsstofnunar vegna fyrirhugaðra framkvæmda við ný aðflugsljós á Egilsstaðaflugvelli í samræmi við 20. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi umsögn til Skipulagsstofnunar vegna tilkynningar til ákvörðunar um matsskyldu, vegna fyrirhugaðra framkvæmda við aðflugsljós við norðurendann á Egilsstaðaflugvelli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Ósk um umsögn, Akstursíþróttasvæði í Skagafelli

Málsnúmer 202112141Vakta málsnúmer

Fyrir heimastjórn Fljótsdalshéraðs liggja drög að umsögn til Skipulagsstofnunar vegna fyrirhugaðra framkvæmda fyrir akstursíþróttasvæði í Skagafelli í samræmi við 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir umsögn til Skipulagsstofnunar vegna tilkynningar til ákvörðunar um matsskyldu, vegna fyrirhugaðra framkvæmda fyrir akstursíþróttasvæði í Skagafelli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Dalskógar 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202108065Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi vegna bílskúrs að Dalskógum 6 á Egilsstöðum. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu og liggur fyrir að taka afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 17.11. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum að Koltröð 5 og 7 og Dalskógum 4. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu að grenndarkynningu lokinni.

Í ljósi þess að grenndarkynningu er lokið og engar athugsemdir bárust við hana heimilar heimastjórn Fljótsdalshéraðs byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi í samræmi við fyrirliggjandi byggingaráform.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Deiliskipulag, Álfaás

Málsnúmer 202103149Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Álfaás á Völlum. Tillagan var auglýst frá 18. nóvember til 31. desember 2021 samhliða breytingu á aðalskipulagi. Engar athugasemdir bárust frá almenningi en bregðast þarf við ábendingum sem komu fram í umsögn Minjastofnunar Íslands.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 5.1. 2022:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að láta gera viðeigandi lagfæringar á orðalagi í greinargerð tillögunnar. Ráðið samþykkir að öðru leyti fyrirliggjandi skipulagsáætlun í samræmi við ákvæði 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Deiliskipulagsbreyting, Eyjólfsstaðaskógur, sumarbústaðasvæði

Málsnúmer 202107065Vakta málsnúmer

Fyrir liggur á ný tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi sumarbústaðarsvæðis í Eyjólfsstaðaskógi frá árinu 1995. Tillagan var grenndarkynnt frá 22. nóvember til 22. desember í samræmi við bókun ráðsins frá 17. nóvember 2021. Engar athugasemdir bárust eftir grenndarkynningu. Umsögn Minjastofnunar Íslands við skipulagsbreytinguna liggur ekki fyrir en er væntanleg fyrir næsta fund heimastjórnar Fljótsdalshéraðs þar sem málið verður afgreitt.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 5.1. 2022:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagsáætlun með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar Íslands og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi skipulagsáætlun með þeirri breytingu að tekið verði tillit til umsagnar Minjastofnunar sem hefur borist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi, Brennistaðir 4

Málsnúmer 202112031Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um byggingaráform að Brennistöðum 4 (L231321). Áformin eru í samræmi við stefnu Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs en ekki er í gildi deiliskipulag. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 5.1. 2022:
Með vísan til lokamálsliðar 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af því að fjarlægð frá næstu nágrönnum er slík að ekki er líklegt að áformin hafi veruleg grenndaráhrif samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu. Afgreiðslu málsins er vísað til byggingarfulltrúa að fenginni staðfestingu heimastjórnar Fljótsdalshéraðs.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs og vísar afgreiðslu málsins til byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Birnufell 1 Lóð 1. - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202010240Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um byggingaráform að Birnufelli 1/Lóð 1 (L156983). Áformin eru í samræmi við stefnu Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs en ekki er í gildi deiliskipulag. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 5.1. 2022:
Með vísan til lokamálsliðar 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af því að fjarlægð frá næstu nágrönnum er slík að ekki er líklegt að áformin hafi veruleg grenndaráhrif samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu. Afgreiðslu málsins er vísað til byggingarfulltrúa að fenginni staðfestingu heimastjórnar Fljótsdalshéraðs.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs og vísar afgreiðslu málsins til byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um landskipti, Gröf sumarbústaður

Málsnúmer 202112077Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi þar sem landeigendur að sumarbústaðalandi í Gröf, L158093, óska eftir breytingu á landamerkjum svo koma megi fyrir girðingu án þess að hefta aðgengi að vegslóða í landi sveitarfélagsins.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 5.1. 2022:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram að lokinni afgreiðslu heimastjórnar. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?