Fara í efni

Listaverk Sölva Aðalbjarnarsonar

Málsnúmer 202112165

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 41. fundur - 18.01.2022

Fyrir liggur erindi frá Ólafi Arasyni varðandi listaverk Sölva Aðalbjarnarsonar. Jafnframt liggur fyrir minnisblað skrifstofustjóra Múlaþings þar sem farið er yfir það ferli sem hafið var varðandi staðsetningu útilistaverka Sölva auk þess að vakin er athygli á reglum er í gildi voru hjá Fljótsdalshéraði og Seyðisfjarðarkaupstað varðandi móttöku listaverka.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur jákvætt í erindi Ólafs Arasonar varðandi það að taka á móti listaverkum Sölva og felur atvinnu- og menningarstjóra Múlaþings að taka málið til skoðunar í samráði við heimastjórn Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 18. fundur - 07.02.2022

Fyrir liggur erindi frá Ólafi Arasyni varðandi listaverk Sölva Aðalbjarnarsonar. Jafnframt liggur fyrir minnisblað skrifstofustjóra Múlaþings þar sem farið er yfir það ferli sem hafið var varðandi staðsetningu útilistaverka Sölva auk þess að vakin er athygli á reglum er í gildi voru hjá Fljótsdalshéraði og Seyðisfjarðarkaupstað varðandi móttöku listaverka.

Eftirfarandi var bókað á fundi byggðaráðs 18.1. 2022:
Byggðaráð Múlaþings tekur jákvætt í erindi Ólafs Arasonar varðandi það að taka á móti listaverkum Sölva og felur atvinnu- og menningarstjóra Múlaþings að taka málið til skoðunar í samráði við heimastjórn Fljótsdalshéraðs.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs er sammála byggðaráði um að sveitarfélagið taki á móti listaverkum eftir Sölva Aðalbjarnarson. Við móttöku þeirra verði fylgt reglum Fljótsdalshéraðs um móttöku listaverka. Málið að öðru leyti í vinnslu hjá atvinnu- og menningarstjóra. Málið verði tekið fyrir í heimastjórn þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Á fundinn undir þessum lið mætti Aðalheiður Borgþórsdóttir atvinnu- og menningarstjóri.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 19. fundur - 07.03.2022

Fyrir liggur tölvupóstur frá Ólafi Arasyni, dagsettur 12.2. 2022, þar sem fram kemur m.a. að ekki er lengur óskað eftir að sveitarfélagið taki við verkum Sölva Aðalbjarnasonar, a.m.k. ekki að sinni.
Málið var áður á dagskrá heimastjórnar Fljótsdalshéraðs 7.2. 2022.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?