Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

19. fundur 07. mars 2022 kl. 11:00 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Listaverk Sölva Aðalbjarnarsonar

Málsnúmer 202112165Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá Ólafi Arasyni, dagsettur 12.2. 2022, þar sem fram kemur m.a. að ekki er lengur óskað eftir að sveitarfélagið taki við verkum Sölva Aðalbjarnasonar, a.m.k. ekki að sinni.
Málið var áður á dagskrá heimastjórnar Fljótsdalshéraðs 7.2. 2022.

Lagt fram til kynningar.

2.Umsögn vegna tækifærisleyfi fyrir Góugleði í Brúarásskóla

Málsnúmer 202203044Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Sýslumanninum á Austurlandi umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækisfærisleyfi vegna Góugleði sem fram fer í Brúarásskóla 12. mars 2022. Ábyrgðarmaður er Sigurður Ólafsson.

Fyrir liggur jákvæð umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands og Brunavörnum Austurlands.

Með vísan til 5. mgr. 17. gr. og 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, veitir heimastjórn Fljótsdalshéraðs jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Úthéraðsverkefni

Málsnúmer 202106106Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að tímasetningu og dagskrá opins fundar um Úthéraðsverkefnið.

Lagt fram til kynningar.

4.Umsókn um Byggingarheimild, Úlfsstaðaskógur 5, 9 og 11

Málsnúmer 202202132Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi þar sem óskað er eftir heimild til að víkja frá skipulagsskilmálum á lóðum nr. 5, 9 og 11 í Úlfsstaðaskógi. Gildandi deiliskipulag vegna frístundabyggðar í landi Úlfsstaða er frá árinu 2005 en í því er gert ráð fyrir að hámarks mænishæð bygginga sé 4,5 metrar. Óskað er eftir heimild til að byggja þrjú sumarhús á tilgreindum lóðum með mænishæð 4,95 metrar.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 23.2. 2022:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að víkja frá kröfum 1. og 2. mgr. sömu greinar um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu. Er það gert með vísan til þess að um svo óveruleg frávik sé að ræða í þessu tilviki að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til staðfestingar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Deiliskipulag, Úlfsstaðir, frístundabyggð

Málsnúmer 202203036Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skipulagslýsing, dagsett 15. febrúar 2022, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og deiliskipulag vegna nýrrar frístundabyggðar í landi Úlfsstaða.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 2.3. 2022:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir, með vísan til erindis landeiganda, að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem geri ráð fyrir nýju svæði fyrir frístundabyggð í landi Úlfsstaða á Völlum og að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði kynnt í samræmi við ákvæði 1. mgr. 30. gr. laga nr. 123/2010. Málinu er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu hvað varðar breytingu á aðalskipulagi.

Jafnframt samþykkir ráðið að heimila að unnið verði að gerð deiliskipulags samhliða framangreindri breytingu á aðalskipulagi, sbr. 2. mgr. 38. gr. og 2. mgr. 41. gr. laga nr. 123/2010, og að fyrirliggjandi skipulagslýsing vegna þess hluta verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 40. gr. sömu laga.
Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu hvað varðar deiliskipulag.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs um að unnin verði tillaga að deiliskipulagi samhliða framangreindri breytingu á aðalskipulagi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Deiliskipulag, Akstursíþróttasvæði undir Skagafelli á Eyvindarárdal

Málsnúmer 202108147Vakta málsnúmer

Fyrir liggur vinnslutillaga, uppdráttur dagsettur 25. febrúar 2022 og greinagerð dagsett 28. febrúar 2022, fyrir deiliskipulag vegna akstursíþróttasvæðis undir Skagafelli á Eyvindarárdal.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 2.3. 2022:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði kynnt samhliða kynningu á breytingu á aðalskipulagi, sbr. 4. mgr. 40. gr. og 2. mgr. 41. gr. laga nr. 123/2010. Málinu vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að vinnslutillaga verði kynnt samhliða kynningu á breytingu á aðalskipulagi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?