Fara í efni

Þarfagreining grunnskóla

Málsnúmer 202202021

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 51. fundur - 30.03.2022

Fyrir fundinum lá sameiginlegt minnisblað fræðslustjóra, framkvæmda- og umhverfismálastjóra og verkefnastjóra framkvæmdamála um forgangsröðun næstu stórverkefna hvað varðar húsakost grunnskóla í sveitarfélaginu. Í minnisblaðinu er lagt til að ráðist verði í þarfagreiningu vegna viðbyggingar við Rauða skóla á Seyðisfirði með það að markmiði að framkvæmdir geti hafist 2023. Í framhaldi verði metið hvort næsta verkefni verði við Fellaskóla eða Djúpavogsskóla. Einnig er lagt til að núverandi húsnæði leikskólans Hádegishöfða í Fellabæ verði nýtt fyrir starfsemi Fellaskóla eða Tónlistarskólans í Fellabæ til að leysa þar úr brýnustu þörf. Áhersla er lögð á að samhliða þurfi að huga að viðhaldi allra skólabygginga sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta hefja vinnu við þarfagreiningu vegna viðbyggingar við Rauða skóla á Seyðisfirði, í samræmi við það sem fram kemur í fyrirliggjandi minnisblaði. Meðfram þeirri vinnu verði mótuð stefna um framtíðarnýtingu Gamla skóla. Jafnframt samþykkir ráðið að óska eftir því að fræðslustjóri láti nánar útfæra tillögur að nýtingu núverandi húsnæðis Hádegishöfða, að teknu tilliti til þarfar fyrir húsnæði fyrir leik-, grunn- og tónlistarskólastarf í Fellabæ, sem teknar verði fyrir í fjölskylduráði og umhverfis- og framkvæmdaráði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?