Fara í efni

Matsáætlun Geitdalsárvirkjunar

Málsnúmer 202203079

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 49. fundur - 16.03.2022

Fyrir fundinum liggur umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun um matsáætlun sem Geitdalsárvirkjun ehf. hefur lagt fram til stofnunarinnar vegna umhverfismats fyrirhugaðrar Geitdalsárvirkjunar. Umsagnarbeiðnin verður afgreidd af heimastjórn Fljótsdalshéraðs. Jafnframt gerðu formaður ráðsins og skipulagsfulltrúi grein fyrir forsamráðsfundi sem Skipulagsstofnun boðaði til vegna verkefnisins. Einnig liggur fyrir fundinum, samkvæmt ósk fulltrúa í ráðinu, samkomulag ríkisins og sveitarfélagsins um skiptingu á endurgjaldi fyrir vatnsréttindi og afnot af landi í tengslum við verkefnið, verði það að veruleika.

Lagt fram til kynningar.

Fulltrúi V-lista (PH) lagði fram eftirfarandi bókun:
Á sama tíma og mikilvægt er að vinna að umhverfismati vegna áforma Geitdalssárvirkjunar ehf um Geitdalsárvirkjun, þá tel ég og vil á þessu stigi máls taka fram að umrætt svæði sé til lengri tíma mikilvægara sem ósnortið en virkjað.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 21. fundur - 11.04.2022

Fyrir heimastjórn Fljótsdalshéraðs liggur umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun vegna matsáætlunar fyrir Geitdalsárvirkjun.

Heimastjórn fagnar því að framkvæmdaaðili skuli láta gera umhverfismat þó þess þurfi ekki miðað við stærð virkjunarinnar og vísar í því sambandi til samþykktar náttúruverndarnefndar Fljótsdalshéraðs frá 13.8.2019 þar sem hvatt var til þess að umhverfismat yrði gert.
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir umsögn vegna matsáætlunar fyrir Geitdalsárvirkjun. Heimastjórn felur skipulagsfulltrúa að senda umsögnina til Skipulagsstofnunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?