Fara í efni

Innsent erindi, fyrirspurn um lóð

Málsnúmer 202203156

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 50. fundur - 23.03.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur fyrirspurn um lóð frá Landstólpa ehf. Einnig liggja fyrir ráðinu gögn varðandi mögulega stækkun kirkjugarðsins á Egilsstöðum, sem gert hefur verið ráð fyrir í námundavið og á því svæði sem fyrirspurnin tekur til.

Málinu frestað til nsæta fundar ráðsins.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 51. fundur - 30.03.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur fyrirspurn um lóð frá Landstólpa ehf. Einnig liggja fyrir ráðinu gögn varðandi mögulega stækkun kirkjugarðsins á Egilsstöðum, sem gert hefur verið ráð fyrir í námunda við og á því svæði sem fyrirspurnin tekur til.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að leggja drög að skipulagsbreytingu þar sem leitast verði við að gera ráð fyrir hvoru tveggja, stækkun kirkjugarðs og nýrri athafnalóð. Skipulagsfulltrúa er falið að fylgja málinu eftir og eiga fundi með fulltrúum Landstólpa og sóknarnefndar Egilsstaðakirkju við undirbúning skipulagsgerðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Getum við bætt efni þessarar síðu?