Fara í efni

Leikskóli á suðursvæði Egilsstaða, hugmyndir og staðarval

Málsnúmer 202203167

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 52. fundur - 06.04.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að fjalla um staðarval vegna nýs leikskóla á suðursvæði Egilsstaða. Fyrir fundinum liggur vinnuskjal með nokkrum mögulegum staðsetningum og frumgreiningu á kostum og göllum þeirra.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir því við fjölskylduráð að tekin verði afstaða til þess hvað geri eigi ráð fyrir stórum leikskóla á svæðinu, sem hefur áhrif á hversu stórri lóð þarf að gera ráð fyrir undir starfsemina og þar með hvaða valkostir koma til greina.

Málið er í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 43. fundur - 26.04.2022

Umhverfis og framkvæmdaráð hefur farið fram á afstöðu fjölskylduráðs til stærðar á leikskólabyggingu á Suðursvæði á Egilsstöðum.

Fjölskylduráð telur rétt í því sambandi að gert verði ráð fyrir að lágmarki 4 deilda leikskóla með möguleika á stækkun skólans í 6 deildir. Í því sambandi telur fjölskylduráð eðlilegt að skoðað verði hvort það svæði sem merkt er nr. 5 á uppdrætti geti komið til greina fyrir leikskólann.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?