Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

140. fundur 21. janúar 2025 kl. 08:30 - 12:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Eyþór Stefánsson varamaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2025

Málsnúmer 202501003Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins. Undir þessum lið tengdust Sigrún Hólm Þórleifsdóttir, verkefnastjóri mannauðs, og Brynja Birgisdóttir, mannauðs- og launafulltrúi, og fóru yfir mannauðsmál sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Sigrún Hólm Þórleifsdóttir og Brynja Birgisdóttir - mæting: 08:30

2.Aðstaða fyrir kjörna fulltrúa

Málsnúmer 202410106Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að taka afstöðu til mögulegrar áframhaldandi nýtingar sveitarfélagsins á aðstöðu fyrir kjörna fulltrúa í Setrinu vinnustofu á Egilsstöðum. Núgildandi samningur rennur út 31. janúar 2025.

í vinnslu.

3.Störf undanþegin verkfallsheimild 2025

Málsnúmer 202501050Vakta málsnúmer

Fyrir liggur listi yfir störf hjá Múlaþingi sem undanskilin eru verkfallsheimild árið 2025, komi til verkfalla, sbr. 19.gr. laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 með síðari breytingum og 2.gr. laga nr. 129/2020 um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að lokinni yfirferð yfir fyrirliggjandi drög samþykkir byggðaráð listann og felur skrifstofustjóra að sjá til þess að listinn verði birtur í B-deild Stjórnartíðinda innan tilskilins frest.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Málstefna

Málsnúmer 202309028Vakta málsnúmer

Inn á fundinn kom Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri Múlaþings, og fór yfir drög að Málstefnu Múlaþings sem hefur verið í vinnslu á nýliðnu ári.

Í vinnslu.


Gestir

  • Óðinn Gunnar Óðinsson - mæting: 10:30

5.Leikskóli á suðursvæði Egilsstaða, hugmyndir og staðarval

Málsnúmer 202203167Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 13.01.2025, varðandi leikskóla á suðursvæði Egilsstaða. Inn á fundinn undir þessum lið tengdust Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri, og Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, fræðslustjóri.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir með umhverfis- og framkvæmdaráði um að ekki séu forsendur til að flýta framkvæmdum við byggingu nýs leikskóla á Suðursvæði Egilsstaða. Sveitarstjóra falið að upplýsa um þessa niðurstöðu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir og Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir - mæting: 11:00

6.Umsögn vegna jarðarkaupa - Stakkahlíð

Málsnúmer 202112022Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Ólafi Aðalsteinssyni, varðandi kaup ríkisins á jörðinni Stakkahlíð í Loðmundarfirði, sem vísað er frá sveitarstjórn til umfjöllunar í byggðaráði.

Eftirfarandir tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að taka fyrirliggjandi erindi til umfjöllunar er málið hefur hlotið umfjöllun hjá heimastjórn Borgarfjarðar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Fundagerð sameiginlegs fundar SO og SSKS 2024.

Málsnúmer 202401207Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð sameiginlegs fundar stjórna Samtaka Orkusveitarfélaga og Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 06.12.2024.

Lagt fram til kynningar

8.Fundagerðir Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum,SSKS 2025

Málsnúmer 202501154Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 15.01.2025.

Lagt fram til kynningar

9.Já sæll, árlegur fundur

Málsnúmer 202501040Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Borgarfjarðar, dags. 09.01.2025, varðandi erindi frá rekstraraðilum Já sæll ehf. í Fjarðarborg. Alda Marín Kristinsdóttir situr fundinn undir þessum lið.

Í upphafi máls þessa liðar vöktu Helgi Hlynur Ásgrímsson og Eyþór Stefánsson máls á mögulegu vanhæfi sínu vegna tengsla við málsaðila. Bar formaður (BHS) upp vanhæfistillögu vegna HHÁ sem var samþykkt samhljóða. Formaður (BHS) bar síðan upp vanhæfistillögu vegna tengsla ES, sem var samþykkt með 4 atkvæðum, einn sat hjá (HHÁ). Yfirgáfu HHÁ og ES fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir tillögu heimastjórnar Borgarfjarðar um að lækka leigu Já Sæll ehf. vegna ársins 2024 um 750 þúsund vegna þeirra þátttöku í framkvæmdum í Fjarðaborg á síðasta ári samkvæmt framlögðum gögnum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Alda Marín Kristinsdóttir - mæting: 11:55

Fundi slitið - kl. 12:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?