Fara í efni

Erindisbréf ungmennaráðs Múlaþings

Málsnúmer 202203173

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Múlaþings - 13. fundur - 24.03.2022

Ungmennaráð leggur til fyrirliggjandi breytingar á erindisbréfi ráðsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 22. fundur - 13.04.2022

Fyrir lá bókun frá fundi ungmennaráðs Múlaþings, dags. 24.03.2022, þar sem lagðar eru til breytingar á erindisbréfi ráðsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Afgreiðslu frestað til fundar sveitarstjórnar 11. maí 2022.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 23. fundur - 11.05.2022

Fyrir lá bókun frá fundi ungmennaráðs Múlaþings, dags. 24.03.2022, þar sem lagðar eru til breytingar á erindisbréfi ráðsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings þakkar góðar ábendingar er fram koma í bókun ungmennaráðs, dags. 24.03.2022, og vísar því til skrifstofustjóra að erindisbréf ungmennaráðs verði uppfært samkvæmt framkomnum tillögum að undanskildum tveim atriðum. Með vísan til almennra ákvæða í erindisbréfum ráða á vegum sveitarfélagsins sér sveitarstjórn ekki ástæðu til að gera breytingu varðandi umfjöllun sveitarstjórnar á fundargerðum ungmennaráðs. Hvað varðar fjölda funda ungmennaráðs þá taka þeir m.a. mið af starfstíma skólastofnana í sveitarfélaginu og telur sveitarstjórn því ekki ástæðu til að gera á því breytingu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Múlaþings - 23. fundur - 17.04.2023

Ungmennaráð leggur til við sveitarstjórn tvær breytingar á 8. gr. í erindisbréfi ungmennaráðs.

Breytingartillaga 1 felur í sér að eftirfarandi málsgrein verði tekin út:

Einn fulltrúi Ungs Austurlands og einn til vara. Fulltrúi Ungs Austurlands er skipaður af stjórn félagsins.

í stað hennar verði:

Einn fulltrúi sem skipaður er úr Vegahúsinu og einn til vara.

Breytingartillaga 2: að ungmennaráð starfi í tvö ár í senn en ekki í eitt ár í senn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Getum við bætt efni þessarar síðu?