Fara í efni

Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi, Austurvegur 32

Málsnúmer 202203182

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 52. fundur - 06.04.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra og ytra byrði Austurvegar 32 á Seyðisfirði.
Fyrirhuguð áform eru í samræmi við Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 en ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu og liggur fyrir ráðinu að taka afstöðu til áformanna í heild og grenndarkynningar.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Grenndarkynning nái til fasteignaeigenda við Austurveg 29, 30 og 34 ásamt Brekkuveg 3, 4 og 5.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 55. fundur - 18.05.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að nýju umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra og ytra byrði Austurvegar 32 á Seyðisfirði. Áformin voru grenndarkynnt í samræmi við bókun á 52. fundi ráðsins til og með 11. maí og bárust engar athugasemdir.
Málsaðili hefur lagt fram nýjar teikningar þar sem þakgerð hefur verið breytt úr valmaþaki í risþak.
Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til nýrra ganga og málsmeðferð.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi þess að gerðar hafa verið breytingar á hönnun fyrirhugaðra framkvæmda samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að grenndarkynning í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010, skuli endurtekin með nýjum gögnum. Sem fyrr nái grenndarkynning til fasteignaeigenda við Austurveg 29, 30 og 34 og við Brekkuveg 3, 4 og 5.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Múlaþings - 20. fundur - 19.09.2022

Fyrir lá umsókn um byggingaráform og byggingarheimild fyrir breytingum á þaki ásamt innanhússbreytingum.

Byggingarheimild var gefin út dags. 27.07.2022.
Getum við bætt efni þessarar síðu?