Fara í efni

Svæðisskipulag Austurlands 2022-2044

Málsnúmer 202203183

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 51. fundur - 30.03.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsagnarbeiðni frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi við tillögu að svæðisskipulagi Austurlands ásamt umhverfismatsskýrslu. Formaður ráðsins, sem einnig er formaður svæðisskipulagsnefndar, kynnti tillöguna fyrir ráðinu. Fram kom að umsagnafrestur er til 22. apríl 2022.

Lagt fram til kynningar. Málið verður á dagskrá á ný á næsta fundi ráðsins.

Heimastjórn Djúpavogs - 25. fundur - 04.04.2022

Svæðisskipulag Austurlands lagt fram til kynningar, Heimastjórn Djúpavogs bendir á mikilvægi Axarvegar fyrir byggðarlagið og því nauðsynlegt að fylgja betur eftir uppbyggingu vegarins í samgöngukafla Svæðisskipulagsins í samræmi við samþykktir SSA.

Fyrir liggur að Axarvegur er kominn í útboðsferli og nauðsynlegt að fylgja því eftir svo að framkvæmdir tefjist ekki frekar en orðið er.

Þá vill heimastjórn benda á að framundan er mikil uppbygging á hafnaraðstöðu á Djúpavogi sem opnar ný tækifæri í hafnsækinni starfsemi og mögulega auknum vöruflutningum á sjó og móttöku skemmtiferðaskipa.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 52. fundur - 06.04.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að nýju umsagnarbeiðni frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi við vinnslutillögu að svæðisskipulagi Austurlands ásamt umhverfismatsskýrslu. Erindið var lagt fram til kynningar á síðasta fundi ráðsins. Frestur til að skila athugasemdum við vinnslutillöguna rennur út 21. apríl.

Eftirfarandil tillaga lögð fram:
Formanni umhverfis- og framkvæmdaráðs er falið að taka saman minnisblað með þeim punktum sem ræddir voru á fundinum og skila inn til svæðisskipulagsnefndar SSA.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 111. fundur - 18.03.2024

Starfsfólk Austurbrúar kynnir Svæðisskipulag Austurlands 2022-2044.

Gestir

  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri - mæting: 08:30
  • Jón Knútur Ásmundsson, verkefnastjóri - mæting: 08:30
Getum við bætt efni þessarar síðu?