Fara í efni

Aðalfundur Ársala 2022

Málsnúmer 202204079

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 51. fundur - 19.04.2022

Fyrir lá fundargerð aðalfundar Ársala, dags. 07.04.2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur til að sveitarstjórn Múlaþings staðfesti fyrirliggjandi breyttar samþykktir fyrir byggðasamlagið Ársali bs. Annars vegar er um að ræða breytingar vegna sameiningar sveitarfélaga í Múlaþing og hins vegar lagfæringar til samræmis við lög og reglur.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 54. fundur - 21.06.2022

Fyrir liggur boðun aukaaðalfundar Ársala bs sem haldinn verður miðvikudaginn 22. júní 2022 að Lyngási 12 á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að Björn Ingimarsson sveitarstjóri fari með umboð Múlaþings á aukaaðalfundi Ársala bs. er haldinn verður í fundarsal sveitarstjórnar miðvikudaginn 22. júní 2022 kl. 15:00.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 25. fundur - 29.06.2022

Fyrir liggur bókun byggðaráðs Múlaþings, dags. 07.04.2022, og fundargerð aukaðalfundar Ársala bs., dags. 22.06.2022, þar sem því er beint til sveitarstjórnar að staðfesta fyrirliggjandi breyttar samþykktir fyrir byggðalagið Ársali bs.

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, Þröstur Jónsson sem bar upp fyrirspurn og Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu byggðaráðs Múlaþings og samkvæmt niðurstöðu aukaaðalfundar Ársala bs. staðfestir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi breyttar samþykktir fyrir byggðasamlagið Ársali bs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?