Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

54. fundur 21. júní 2022 kl. 08:30 - 10:20 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2022

Málsnúmer 202201015Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.Farið var m.a. yfir slitafund Kvennasmiðjunnar ehf. sem haldinn var 14. júní 2022. Byggðaráð samþykkir að beina því til heimastjórnar Djúpavogs að koma með tillögu að því hvernig þeim fjármunum sem renna til Múlaþings, vegna slita Kvennasmiðjunnar ehf., verði ráðstafað

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2023 - 2026

Málsnúmer 202204221Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri kynntu tillögu að rammaáætlun fjárhagsáætlunar Múlaþings 2023 og þriggja ára áætlunar 2024 til 2026.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að vísa rammaáætlun eins og hún liggur fyrir fundinum til afgreiðslu í sveitarstjórn 29. júní nk.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Fundagerðir stjórnar - Tækniminjasafn Austurlands

Málsnúmer 202111076Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir stjórnar Tækniminjasafns Austurlands, dags. 2.maí og 2. júní 2022.

Lagt fram til kynningar.

4.Aðalfundur Ársala 2022

Málsnúmer 202204079Vakta málsnúmer

Fyrir liggur boðun aukaaðalfundar Ársala bs sem haldinn verður miðvikudaginn 22. júní 2022 að Lyngási 12 á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að Björn Ingimarsson sveitarstjóri fari með umboð Múlaþings á aukaaðalfundi Ársala bs. er haldinn verður í fundarsal sveitarstjórnar miðvikudaginn 22. júní 2022 kl. 15:00.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Beiðni um afnot af Garði

Málsnúmer 202206117Vakta málsnúmer

202206117 - Beiðni um afnot af Garði
Fyrir liggur beiðni frá Tækniminjasafni Austurlands um afnot af íbúð í Garði vegna nemenda sem eru að koma til starfa fyrir Tækniminjasafnið í júlí og ágúst nk. Um yrði að ræða aðgang að kaffistofu og eldunaraðstöðu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að Tækniminjasafn Austurlands fái afnot af íbúðinni á neðri hæðinni í Garði frá og með 15.júlí nk. og til og með 31. ágúst nk. Íbúðin verði nýtt sem vinnuaðstaða og til matargerðar auk samveru. Ekki er heimilt að nýta húsnæðið til gistingar. Ekki verði gert ráð fyrir sérstökum greiðslum fyrir aðstöðuna en að gengið verði frá þrifum á húsnæðinu í lok notkunar. Verkefnisstjóra framkvæmdamála falin umsjón og afgreiðsla að hálfu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Faktorshúsið Djúpavogi

Málsnúmer 202103213Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við fulltrúa Ice Fish Farm/Laxar fiskeldi ehf. varðandi framtíðar framkvæmdir og nýtingu Faktorshússins á Djúpavogi. Í ljósi atburða í fiskeldismálum á svæðinu á undanförnu er málið í biðstöðu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu og það verði tekið fyrir að nýju í byggðaráði er línur hafa skýrst frekar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Húsnæði sveitarfélaganna Múlaþings og Fljótsdalshrepps á Hallormsstað - Fjósakambur 8b

Málsnúmer 202205046Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við fulltrúa Fljótsdalshrepps um framtíðarstefnu varðandi húsnæði sveitarfélaganna á Hallormsstað. Einnig liggur fyrir mat á mögulegu söluverði umræddra eigna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga samþykkir byggðaráð Múlaþings að húsnæði sveitarfélaganna Múlaþings og Fljótsdalshrepps á Hallormsstað, Fjóskambur 8b, verði sett í söluferli. Sveitarstjóra falin framkvæmd málsins í samstarfi við fulltrúa Fljótsdalshrepps.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Endurskoðun kosningalaga - áform um lagasetningu

Málsnúmer 202205450Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsögn formanns yfirkjörstjórnar Múlaþings varðandi áform um breytingu á kosningalögum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að koma umsögn, fyrir hönd sveitarfélagsins, varðandi áform um breytingu á kosningalögum, á framfæri í samráðsgátt stjórnvalda innan tilskilins frests.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Aðalfundur Landskerfis bókasafna 2022

Málsnúmer 202206120Vakta málsnúmer

Fyrir liggur boðun aðalfundar Landskerfis bókasafna hf. miðvikudaginn 29. júní 2022 kl. 14:30.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi boðun aðalfundar Landskerfis bókasafna hf., sem haldinn verður miðvikudaginn 29. júní 2022, til atvinnu- og menningarstjóra Múlaþings til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 10:20.

Getum við bætt efni þessarar síðu?