Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

51. fundur 19. apríl 2022 kl. 08:30 - 09:55 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Fjármál 2022

Málsnúmer 202201015Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka

Málsnúmer 202203254Vakta málsnúmer

Fyrir lágu m.a. viðmiðunarreglur er Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sett varðandi framlög til stjórnmálaflokka.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Á grundvelli 5. gr. laga nr. 162/2006, með síðari breytingum, leggur byggðaráð Múlaþings til að reglur Múlaþings um framlög til stjórnmálaflokka verði eftirfarandi:

Framlag til stjórnmálasamtaka sem bjóða fram til sveitarstjórnar skal ákvarðað af sveitarstjórn í fjárhagsáætlun viðkomandi árs. Úthlutun fer fram að loknum kosningum til þeirra stjórnmálasamtaka sem hlotið hafa a.m.k. 5% atkvæða eða einn mann kjörinn, til samræmis við framangreind lög. Framlögum skal úthlutað í hlutfalli við atkvæðamagn. Miða skal við að greiða 189 kr. á hvern íbúa sem lögheimili á í sveitarfélaginu 1. janúar á ári hverju. Þessi fjárhæð tekur breytingum árlega miðað við vísitölu neysluverðs í október ár hvert og er grunnvísitala 511,2 stig, m.v. október 2021.

Skilyrt er að viðkomandi stjórnmálasamtök hafi áður uppfyllt upplýsingaskyldu sína við ríkisendurskoðanda, sbr. 8. og 9. gr. laga um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra nr. 162/2006.

Á því ári sem sveitarstjórnarkosningar eru haldnar skal úthluta helmingi árlegs framlags fyrir kosningar, en síðari helmingi að þeim loknum og þá í samræmi við kjörfylgi í nýafstöðnum kosningum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Launagreining Múlaþings 2022

Málsnúmer 202204033Vakta málsnúmer

Fyrir lá minnisblað frá jafnlaunateymi Múlaþings þar sem gerð er grein fyrir jafnlaunagreiningu Múlaþings 2022 sem unnin var í samræmi við kröfur Jafnlaunastaðalsins IST 85:2012 og var rýnd af BSI vottunaraðilum. Niðurstaða greiningar er að óútskýrður launamunur hjá launafólki Múlaþings sé 1,1%, körlum í vil. Samkvæmt Jafnlaunastefnu Múlaþings skal óútskýrður launamunur aldrei vera meiri en 3,5% en ávallt sem næst 0%.

Lagt fram til kynningar.

4.Byggingarnefnd menningarhúss

Málsnúmer 202012176Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð byggingarnefndar Menningarhúss, dags. 30.03.2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur áherslu á, í samræmi við erindisbréf byggingarnefndar, að byggingarnefnd menningarhúss láti ljúka sem fyrst hönnun viðbótarbustar við Safnahúsið. Jafnframt verði unnið kostnaðarmat á þeirri framkvæmd sem fari inn í fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Tel að forgangsraða verði framkvæmdum við húseignir sveitarfélagsins grunnskólum og tónlistarskólum í vil. Aðbúnaður barna í Múlaþingi vegur mun þyngra en geymsla muna liðinna forfeðra okkar. Leitað verði samninga ef með þarf við ríkið að fresta öðrum en bráðnauðsynlegum framkvæmdum við Safnahúsið svo hraða megi nauðsynlegum framkvæmdum við grunnskóla og tónlistaskóla í sveitarfélaginu eins og mest má verða.

5.Aðalfundur SSA - fundagerðir,fundarboð 2022

Málsnúmer 202204021Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundarboð á 56. aðalfund SSA sem verður haldinn í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði 29.04.2022 og hefst kl.10:00. Síðar sama dag mun ársfundur Austurbrúar fara fram sem og hátíðarfundur í tilefni af 10 ára afmæli stofnunarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur áherslu á að allir kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn Múlaþings mæti til aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi sem haldinn verður í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði þann 29. apríl 2022 og hefst kl. 10:00. Eigi kjörinn fulltrúi þess ekki kost að mæta til fundarins skal hann boða varamann sinn eða framselja atkvæðisrétt sinn til annars kjörins fulltrúa sveitarfélagsins og upplýsa um það til Sambands sveitarfélaga á Austurlandi eigi síðar en í upphafi fundar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Fundargerðir stjórnar Ársala 2022

Málsnúmer 202202078Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð stjórnar Ársala, dags. 07.04.2022.

Lagt fram til kynningar.

7.Aðalfundur Ársala 2022

Málsnúmer 202204079Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð aðalfundar Ársala, dags. 07.04.2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur til að sveitarstjórn Múlaþings staðfesti fyrirliggjandi breyttar samþykktir fyrir byggðasamlagið Ársali bs. Annars vegar er um að ræða breytingar vegna sameiningar sveitarfélaga í Múlaþing og hins vegar lagfæringar til samræmis við lög og reglur.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Stjórnarfundur Vísindagarðsins ehf 2022

Málsnúmer 202201055Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð stjórnar Vísindagarðsins, dags. 07.04.2022.

Lagt fram til kynningar.

9.Aðalfundur Vísindagarðsins ehf 2022

Málsnúmer 202204080Vakta málsnúmer

Fyrir lá boðun aðalfundar Vísindagarðsins ehf sem haldinn verður um fjarfundarbúnað fimmtudaginn 28.04.2022 og hefst kl. 10:30.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að Björn Ingimarsson fari með umboð og atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Umsókn um að halda Snocrosskeppni á Fjarðarheiði

Málsnúmer 202204105Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá Start Akstursíþróttaklúbbi þar sem óskað er eftir leyfi sveitarfélagsins til að halda lokakeppni Íslandsmeistaramótsins í Snocross á Fjarðarheiði 24.04.2022. Jafnframt lá fyrir minnisblað frá skrifstofustjóra Múlaþings varðandi málið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að veita umbeðið leyfi með þeim fyrirvara að allra nauðsynlegra leyfa og trygginga verði aflað. Jafnframt skal leyfishafi annast öryggisgæslu, lokanir og merkingar sem nauðsynlegar eru til að tryggja öryggi keppenda, áhorfenda og annarra.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

11.Erindi til sveitarfélaga vegna móttöku flóttafólks

Málsnúmer 202203102Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við eigendur Eiðastaðar varðandi mögulegt samstarf sveitarfélagsins, eigenda Eiðastaðar og stjórnvalda um að koma upp bráðabirgðasamfélagi fyrir úkraínskt flóttafólk á Eiðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings lýsir yfir stuðningi við þær hugmyndir er unnið er að varðandi mögulega móttöku flóttafólks frá Úkraínu á Eiðum og felur sveitarstjóra að vinna áfram að framgangi málsins.

Samþykkt samhljóða á atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 09:55.

Getum við bætt efni þessarar síðu?