Fara í efni

Umsókn um stofnun lóðar við Árstíg, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202204123

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 53. fundur - 27.04.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um að stofnuð verði ný lóð við Árstíg á Seyðisfirði. Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi þess að umrætt svæði er skilgreint sem íbúðasvæði samkvæmt gildandi aðalskipulagi felur umhverfis- og framkvæmdaráð skipulagsfulltrúa að kanna möguleika á stofnun byggingarlóða yst við Árstíg og leggja í framhaldi tillögu fyrir ráðið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 55. fundur - 18.05.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að nýju umsókn um að stofnuð verði ný lóð við Árstíg á Seyðisfirði.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa ákvörðun um stofnun lóðar eða lóða á umræddu svæði, og þá jafnframt hvort gert skuli deiliskipulag á svæðinu, til heimastjórnar Seyðisfjarðar til afgreiðslu. Ráðið felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra og skipulagsfulltrúa að fylgja málinu eftir gagnvart heimastjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 23. fundur - 27.05.2022

Heimastjórn óskar eftir því að farið verði í deiliskipulagsvinnu á umræddu svæði.

Gestir

  • Fulltrúi Umhverfis- og framkvæmdasviðs - mæting: 08:00

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 105. fundur - 22.01.2024

Tekið er fyrir að nýju erindi um að stofnuð verði ný lóð við Árstíg á Seyðisfirði. Ráðið hefur áður fjallað um erindið á 53. og 55. fundi sínum auk þess sem heimastjórn Seyðisfjarðar samþykkti á 23. fundi að umrætt svæði verði deiliskipulagt.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Árið 2015 samþykkti bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar að hefja vinnu við gerð deiliskipulags við Árstíg á Seyðisfirði. Skipulagslýsing vegna þessara áforma var kynnt á opnum fundi og send umsagnaraðilum m.a. Skipulagsstofnun sem veitti umsögn um lýsinguna. Þessi áform féllu í grýttan jarðveg hjá íbúum við götuna og voru lögð til hliðar vegna mikillar andstöðu þeirra.
Erindi um stofnun nýrrar lóðar við Árstíg var til tekið til umfjöllunar hjá umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings og skipulagsfulltrúi leitaði leiðbeininga hjá Skipulagsstofnun í kjölfarið. Stofnunin mælir með að haldið verði áfram vinnu við gerð deiliskipulags fyrir svæðið með vísan í 1. og 2. mgr. 37. gr. skipulagslaga, enda séu þar teknar ákvarðanir um lóðir, lóðanotkun, byggingareiti, útlit og form mannvirkja. Auk þess þarf að taka tillit til leiðbeinandi lágmarks gólfhæðar og landhæðar á lágsvæðum í samræmi við leiðbeiningar Vegagerðarinnar og því til viðbótar að taka tillit til flóða í Fjarðará sem fara saman við háa sjávarstöðu. Unnið er að því, af hálfu stjórnvalda, að meta áhættu vegna flóða fyrir slík svæði en það hefur ennþá ekki verið unnið fyrir Seyðisfjörð.
Ráðið telur ekki fært að verða við erindinu og stofna stakar lóðir á þessu svæði eins og staðan er enda þarf að vinna greiningu af áhættu af flóðum í Fjarðará samfara áframhaldandi vinnu við gerð deiliskipulags fyrir svæðið.
Í samræmi við ákvörðun ráðsins, undir máli nr. 2 á þessum fundi, er ekki búið að taka ákvörðun um hvenær umrætt deiliskipulag verður unnið en það verður ekki fyrr en áhætta vegna flóða hefur verið metin.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?