Fara í efni

Aðalskipulagsbreyting, Hellisá og Skuggahlíð, Efnisnámur

Málsnúmer 202204124

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 53. fundur - 27.04.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur beiðni frá Vegagerðinni um að tvær efnisnámur verði færðar inn á Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028, við Hellisá og Skuggahlíð. Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem umbeðnum námusvæðum verði bætt inn á skipulag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 23. fundur - 11.05.2022

Fyrir lá bókun fundar umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 27.04.2022, þar sem lagt er til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson og Jakob Sigurðsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fundar umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 27.04.2022, samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem efnisnámunum við Hellisá og Skuggahlíð verði bætt inn á skipulag. Skipulagsfulltrúa falið að sjá um framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?