Fara í efni

Fjárhagsáætlun fræðslumála 2023

Málsnúmer 202204195

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 44. fundur - 03.05.2022

Fjölskylduráð hefur fjallað um fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun fræðslumála 2023.

Ljóst er að drögin gera ráð fyrir hærri fjárþörf en gert er ráð fyrir í þriggja ára áætlun sveitarfélagsins.
Rætt um hugsanlega möguleika á hagræðingu en endanleg útfærsla bíður umfjöllunar og afgreiðslu áætlunarinnar í haust þegar staðfest rammaáætlun liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.

Fjölskylduráð Múlaþings - 51. fundur - 20.09.2022

Fyrir liggur beiðni um aukið fjármagn fyrir starfsmann í Mötuneyti Egilsstaðaskóla dagsett 14. sept 2022.

Fjölskylduráð tekur jákvætt í beiðnina og vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 53. fundur - 18.10.2022

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fræðslumála fyrir árið 2023. Þá leggur ráðið til að gjaldskrár leik- og grunnskóla Múlaþings verði hækkaðar um 3,5% 1. janúar 2023 og tónlistarskóla frá 1. ágúst 2023.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?