Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

51. fundur 20. september 2022 kl. 13:15 - 16:00 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
 • Sigurður Gunnarsson formaður
 • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
 • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
 • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
 • Kristjana Sigurðardóttir varamaður
 • Eyþór Stefánsson aðalmaður
 • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
 • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
 • Stefanía Malen Stefánsdóttir starfsmaður fræðslusviðs
 • Marta Wium Hermannsdóttir starfsmaður fræðslusviðs
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Þorbjörg Sandholt og Hrefna Hlín Sigurðardóttir sátu lið 1. og 2. Áheyrnarfulltrúar leikskóla Ragnhildur Kristjánsdóttir og Guðmunda Vala Jónasdóttir sátu lið 4.
Sóley Þrastadóttir skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum, Kristín Guðlaug Magnúsdóttir skólastjóri Egilsstaðaskóla og Þorbjörg Sandholt skólastjóri Djúpavogsskóla sátu lið 1.

1.Stytting vinnutími kennara

Málsnúmer 202209139Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samkomulag um styttingu vinnuvikunnar fyrir kennara í eftirfarandi skólum:
Egilsstaðaskóla, Fellaskóla, Djúpavogsskóla, Tónlistarskólanum á Egilsstöðum og Tónlistarskólanum í Fellabæ.

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Skólaakstur

Málsnúmer 202205073Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs frá 9. maí 2022 þar sem því er beint til fjölskylduráðs, umhverfis- og framkvæmdaráðs auk byggðaráðs að unnið verði að því að bæta enn frekar öryggi barna í dreifbýli á ferðum sínum í og úr skóla t.d. með því að efla snjóhreinsun og hálkuvarnir á vegum. Byggðaráð fól sveitarstjóra í bókun á fundi sínum þann 5. júlí 2022 (málsnúmer 202011098) að koma áherslum ráðsins á framfæri við innviðaráðherra auk forstjóra og stjórnenda Vegagerðarinnar og jafnframt óska eftir fundi fyrir lok ágústmánaðar.

Fjölskylduráð tekur undir bókun byggðaráðs að unnið verði að því að bæta enn frekar öryggi barna í dreifbýli á ferðum sínum í og úr skóla með eflingu snjóhreinsunar og hálkuvarna á vegum. Fjölskylduráð leggur áherslu á að fundi með innviðaráðherra og forstjóra Vegagerðarinnar verði komið á eins fljótt og auðið er.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum

Málsnúmer 202208124Vakta málsnúmer

Fyrirliggja drög að reglum um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum.

Fjölskylduráð gerði athugasemd við 7. gr. og afgreiðslu málsins þvi frestað

4.Sumarlokun leikskóla 2022

Málsnúmer 202209137Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Fjárhagsáætlun fræðslumála 2023

Málsnúmer 202204195Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni um aukið fjármagn fyrir starfsmann í Mötuneyti Egilsstaðaskóla dagsett 14. sept 2022.

Fjölskylduráð tekur jákvætt í beiðnina og vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Stefnumótun Fjölskylduráðs

Málsnúmer 202209140Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð vill hefja vinnu við stefnumótun fyrir sviðið og felur fræðslustjóra, félagsmálastjóra og íþrótta- og æskulýðsstjóra að koma með tillögu að skipulagi við þá vinnu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 202012045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?