Fara í efni

Öryggi við þjóðveginn GSM samband

Málsnúmer 202204248

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 26. fundur - 02.05.2022

Víða er GSM og Tetra samband á Djúpavogssvæðinu gloppótt og það þarfnast úrbóta.

Í Hvalnes og Þvottárskriðum, sem er ofanflóðahættusvæði, er samband lélegt og á köflum ekki til staðar.

Á svæðum í Álftafirði er samband takmarkað.
Í Hamarsfirði norðanverðum eru fjölmargir blettir þar sem ekkert samband er á, við þjóðveg 1 og lítið samband á nokkrum bæjum.
Á Axarvegi er samband stopult og á nokkuð löngum kafla efst á Öxi er það ekki til staðar.

Úr þessu þarf að bæta til að tryggja öryggi vegfarenda.

Heimastjórn beinir því til Sveitarstjórnar að þrýsta á viðkomandi aðila um úrbætur á þessu sem fyrst.

Sveitarstjórn Múlaþings - 23. fundur - 11.05.2022

Fyrir lá bókun fundar heimastjórnar Djúpavogs, dags. 02.05.2022, varðandi GSM og Tetra samband á Djúpavogssvæðinu.

Til máls tók: Jakob Sigurðsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórn Djúpavogs að mikilvægt sé að GSM og Tetra samband verði bætt í Hvalnes- og Þvottárskriðum, sem er ofanflóðahættusvæði, á svæðum í Álftafirði, í Hamarsfirði norðanverðum og á Axarvegi. Á umræddum svæðum er samband stopult eða jafnvel ekki til staðar.
Sveitarstjórn Múlaþings leggur áherslu á að við þessu verði brugðist með úrbótum og sveitarstjóra falið að koma óskum varðandi þetta á framfæri við stjórnvöld.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 38. fundur - 01.06.2023

GSM og Tetra samband á Djúpavogssvæðinu er víða gloppótt og þarfnast úrbóta. Í Hvalnes og Þvottárskriðum, sem er ofanflóðahættusvæði, er samband lélegt og á köflum ekki til staðar. Á svæðum í Álftafirði er samband takmarkað. Í Hamarsfirði norðanverðum eru fjölmargir blettir þar sem ekkert samband er á þjóðvegi 1 og lítið samband á nokkrum bæjum. Á Axarvegi er samband stopult og á nokkuð löngum kafla efst á Öxi er það ekki til staðar. Úr þessu þarf að bæta til að tryggja öryggi vegfarenda. Heimastjórn áréttar fyrri bókun sína frá 2. maí 2022 og beinir því til sveitarstjórnar að þrýsta á viðkomandi aðila um úrbætur sem fyrst.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?