Fara í efni

Sorphirða í dreifbýli Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 202205072

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 22. fundur - 09.05.2022

Fyrir liggja minnispunktar frá fundum heimastjórnar Fljótsdalshéraðs í Brúarásskóla, Félagsheimilinu Arnhólsstöðum og Eiðum, 25. og 26. apríl 2022.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til byggðaráðs að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að yfirfara stöðuna vegna frávika við sorphirðu og fylgja eftir gildandi verklýsingu vegna sorphirðu í dreifbýli.

Heimastjórn vekur athygli á því að mikilvægt er að sveitarfélagið efli upplýsingagjöf um frávik vegna sorphirðu og komi þeim skilaboðum jafnóðum og í tíma til íbúa sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 53. fundur - 14.06.2022

Fyrir liggja minnispunktar frá fundum heimastjórnar Fljótsdalshéraðs í Brúarásskóla, Félagsheimilinu Arnhólsstöðum og Eiðum, 25. og 26. apríl 2022.

Á fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs 9.5. 2022 var eftirfarandi bókað:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til byggðaráðs að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að yfirfara stöðuna vegna frávika við sorphirðu og fylgja eftir gildandi verklýsingu vegna sorphirðu í dreifbýli.

Heimastjórn vekur athygli á því að mikilvægt er að sveitarfélagið efli upplýsingagjöf um frávik vegna sorphirðu og komi þeim skilaboðum jafnóðum og í tíma til íbúa sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að koma afgreiðslu heimastjórnar Fljótsdalshéraðs varðandi sorphirðu á framfæri við framkvæmda- og umhverfismálastjóra.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 36. fundur - 08.06.2023

Fyrir liggja minnispunktar um sorphirðu í dreifbýli Fljótsdalshéraðs frá samtalsfundum sem heimastjórn Fljótsdalshéraðs hélt með íbúum í apríl og maí síðast liðnum.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir þeim ábendingum sem fram komu um sorphirðu á íbúafundunum til umhverfis- og framkvæmdaráðs vegna fyrirhugaðs útboðs á sorphirðu.

Heimastjórnin fagnar því verkefni sem kynnt hefur verið um söfnun brotajárns og annars grófs úrgangs í dreifbýli sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 90. fundur - 14.08.2023

Lagðar eru fram til kynningar ábendingar varðandi sorphirðu sem fram komu á íbúafundum heimastjórnar Fljótsdalshéraðs í vor.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi ábendingum til frekari umræðu í tengslum við fyrirhugað útboð á sorphirðu í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?