Fara í efni

Endurskoðun kosningalaga - áform um lagasetningu

Málsnúmer 202205450

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 53. fundur - 14.06.2022

Fyrir liggur tölvupóstur frá framkvæmdastjóra Landskjörstjórnar þar sem vakin er athygli á því að dómsmálaráðuneyti hafi birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um breytingu á kosningalögum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að óska eftir umsögn formanns yfirkjörstjórnar Múlaþings varðandi áform um breytingu á kosningalögum. Málið verður tekið fyrir á ný á fundi byggðaráðs 21. júní nk.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

Byggðaráð Múlaþings - 54. fundur - 21.06.2022

Fyrir liggur umsögn formanns yfirkjörstjórnar Múlaþings varðandi áform um breytingu á kosningalögum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að koma umsögn, fyrir hönd sveitarfélagsins, varðandi áform um breytingu á kosningalögum, á framfæri í samráðsgátt stjórnvalda innan tilskilins frests.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?