Fara í efni

Ormsteiti

Málsnúmer 202206091

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 64. fundur - 25.10.2022

Fyrir liggur minnisblað frá verkefnastjóra menningarmála þar sem fram kemur tillaga að fyrirkomulagi Ormsteitis fyrir árin 2023 og 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi tillögu að fyrirkomulagi Ormsteitis til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til umsagnar. Er umsögn heimastjórnar liggur fyrir verður málið tekið til afgreiðslu í byggðaráði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 28. fundur - 08.11.2022

Fyrir liggur minnisblað frá verkefnastjóra menningarmála þar sem fram kemur tillaga að fyrirkomulagi Ormsteitis fyrir árin 2023 og 2024.

Á fundi byggðaráðs Múlaþings, 25.10. 2022, var samþykkt að vísa fyrirliggjandi tillögu að fyrirkomulagi Ormsteitis til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til umsagnar. Er umsögn heimastjórnar liggur fyrir verður málið tekið til afgreiðslu í byggðaráði.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi tillögu að fyrirkomulagi Ormsteitis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 68. fundur - 22.11.2022

Fyrir liggur bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 08.11.2022, varðandi samning um styrk vegna Ormsteitis.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að fenginni umsögn heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við fyrirliggjandi drög að samningi um styrk vegna Ormsteitis, samþykkir byggðaráð Múlaþings fyrirliggjandi samningsdrög. Verkefnastjóra menningarmála Múlaþings falið að ljúka samningsgerð og sjá til þess að samnningur verði virkjaður.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?