Fara í efni

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir Austurland

Málsnúmer 202206272

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 58. fundur - 05.07.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Austurbrú þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til þess hvort unnin verði sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir Austurland. Jafnframt er í erindinu óskað eftir því að sveitarfélagið skipi tvo fulltrúa í faghóp/verkefnisstjórn sem mun fylgja verkefninu eftir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að Múlaþing verði aðili að verkefninu og skipar jafnframt Ólaf Áka Ragnarsson, fulltrúa D-lista í ráðinu, og Margréti Sveinsdóttur, verkefnastjóra umhverfismála hjá Múlaþingi, í verkefnisstjórn svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs fyrir Austurland.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 72. fundur - 19.12.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að skipa nýjan fulltrúa í verkefnisstjórn um gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs fyrir Austurland í stað Ólafs Áka Ragnarssonar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að skipa Björgvin Stefán Pétursson, fulltrúa D-lista, í verkefnisstjórnina.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 151. fundur - 26.05.2025

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.
Sex vikna auglýsingaferli Svæðisáætlunar um úrgangsmál á Austurlandi 2025-2035 lauk þann 28. apríl sl. og hefur verið tekið tillit til þeirra athugasemda sem bárust. Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur lokaútgáfa áætlunarinnar til samþykktar.

Jafnframt liggur fyrir ráðinu erindi frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, dags. 12. maí 2025, með fyrirmælum um að sveitarstjórn komi málum varðandi gerð svæðisáætlunar í lögmætt horf skv. 1. mgr. 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs svo fljótt sem verða megi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Austurlandi 2025-2035 og vísar henni til samþykktar hjá sveitarstjórn.

Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar ábendingu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins og vísar til ofangreindrar bókunar. Jafnframt bendir ráðið á að svæðisáætlun hafi verið í umsagnarferli þegar ábending Umhverfis- og Orkustofnunar barst ráðuneytinu.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 59. fundur - 11.06.2025

Fyrir liggur bókun frá umhverfis- og framkvæmdaráði þann 26.05.2025 um endanlega útgáfu Svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs fyrir Austurland 2025-2035.
Til máls tóku: Þröstur Jónsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Ívar Karl Hafliðason, Þröstur Jónsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Þröstur Jónsson sem kom með andsvar og lagði fram bókun, Guðný Lára Guðrúnardóttir sem bar upp fyrirspurn og Jónína Brynjólfsdóttir sem svaraði fyrirspurn Guðnýjar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir Austurland 2025-2035.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn sat hjá (ÞJ)

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
M-listinn leggur höfuðáherslu á að gerð verði fýsileikaúttekt fyrir sorporkuver á Austurlandi eins og nefnt er í svæðisáætluninni
Getum við bætt efni þessarar síðu?