Fara í efni

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir Austurland

Málsnúmer 202206272

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 58. fundur - 05.07.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Austurbrú þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til þess hvort unnin verði sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir Austurland. Jafnframt er í erindinu óskað eftir því að sveitarfélagið skipi tvo fulltrúa í faghóp/verkefnisstjórn sem mun fylgja verkefninu eftir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að Múlaþing verði aðili að verkefninu og skipar jafnframt Ólaf Áka Ragnarsson, fulltrúa D-lista í ráðinu, og Margréti Sveinsdóttur, verkefnastjóra umhverfismála hjá Múlaþingi, í verkefnisstjórn svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs fyrir Austurland.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 72. fundur - 19.12.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að skipa nýjan fulltrúa í verkefnisstjórn um gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs fyrir Austurland í stað Ólafs Áka Ragnarssonar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að skipa Björgvin Stefán Pétursson, fulltrúa D-lista, í verkefnisstjórnina.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?