Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.
Sex vikna auglýsingaferli Svæðisáætlunar um úrgangsmál á Austurlandi 2025-2035 lauk þann 28. apríl sl. og hefur verið tekið tillit til þeirra athugasemda sem bárust. Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur lokaútgáfa áætlunarinnar til samþykktar.
Jafnframt liggur fyrir ráðinu erindi frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, dags. 12. maí 2025, með fyrirmælum um að sveitarstjórn komi málum varðandi gerð svæðisáætlunar í lögmætt horf skv. 1. mgr. 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs svo fljótt sem verða megi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að Múlaþing verði aðili að verkefninu og skipar jafnframt Ólaf Áka Ragnarsson, fulltrúa D-lista í ráðinu, og Margréti Sveinsdóttur, verkefnastjóra umhverfismála hjá Múlaþingi, í verkefnisstjórn svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs fyrir Austurland.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.