Fara í efni

Atvinnumál í Múlaþingi

Málsnúmer 202209001

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 59. fundur - 06.09.2022

Inn á fundinn tengdist forstjóri Síldarvinnslunnar, Gunnþór Ingvason, og fór yfir stöðu mála og framtíðarsýn varðandi starfsemi Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði.

Gestir

  • Gunnþór Jónsson - mæting: 08:30

Byggðaráð Múlaþings - 165. fundur - 23.09.2025

Inn á fundinn komu gestir frá Samtökum iðnaðarins, þau Sigríður Mogensen sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs og Gunnar Sigurðarson viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði til að ræða tækifæri og áskoranir Múlaþings þegar kemur að atvinnuuppbygginu í sveitarfélaginu.
Byggðaráð Múlaþings þakkar Samtökum iðnaðarins fyrir samtalið og afar áhugaverða yfirferð á tækifærum til atvinnuuppbyggingar á svæðinu.

Gestir

  • Sigríður Mogensen og Gunnar Sigurðarson

Byggðaráð Múlaþings - 166. fundur - 07.10.2025

Í ljósi frétta af stöðu atvinnumála á Seyðisfirði í kjölfar uppsagna á vegum SVN tekur byggðaráð til umræðu stöðu atvinnumála á Seyðisfirði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð harmar uppsögn áhafnar Gullvers á Seyðisfirði.
Sveitarstjóra falið að óska eftir fundi með forstjóra SVN.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 171. fundur - 25.11.2025

Inn á fundinn kom Urður Gunnarsdóttir frá Austurbrú og kynnti niðurstöður hvatasjóðsverkefnis á Seyðisfirði.
Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?