Fara í efni

Útboð Aðalskipulag Múlaþings

Málsnúmer 202210075

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 76. fundur - 13.02.2023

Almennir útboðsskilmálar og verklýsing fyrirhugaðs útboðs vegna vinnu við gerð Aðalskipulags Múlaþings lögð fram til samþykktar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að útboðsskilmálum og verklýsingu og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta bjóða verkið út.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 82. fundur - 17.04.2023

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnir niðurstöður útboðs vegna vinnu við gerð nýs Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045. Tilboðsfrestur rann út þann 13. apríl sl. og barst eitt tilboð í verkið, frá EFLU verkfræðistofu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að ganga til samninga við bjóðanda og vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 86. fundur - 05.06.2023

Lagður er fram til kynningar undirritaður samningur vegna vinnu við gerð nýs Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?