Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

76. fundur 13. febrúar 2023 kl. 08:30 - 11:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
 • Þórhallur Borgarson varaformaður
 • Sylvía Ösp Jónsdóttir varamaður
 • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
 • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
 • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
 • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
 • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
 • Sóley Valdimarsdóttir ritari
 • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari á umhverfis- og framkvæmdarsviði

1.Útboð Aðalskipulag Múlaþings

Málsnúmer 202210075Vakta málsnúmer

Almennir útboðsskilmálar og verklýsing fyrirhugaðs útboðs vegna vinnu við gerð Aðalskipulags Múlaþings lögð fram til samþykktar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að útboðsskilmálum og verklýsingu og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta bjóða verkið út.

Samþykkt samhljóða.

2.Húsnæðisáætlun Múlaþings, endurskoðun fyrir 2023

Málsnúmer 202210141Vakta málsnúmer

Tíu ára húsnæðisáætlun Múlaþings 2023 lögð fram til samþykktar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að endurskoðaðri húsnæðisáætlun Múlaþings til næstu 10 ára og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að sjá til þess að gagnagrunnur verði uppfærður og að áætlunin verði birt á viðeigandi hátt.

Samþykkt samhljóða.

3.Byggingarnefnd menningarhúss, Safnahús á Egilsstöðum

Málsnúmer 202211078Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að erindisbréfi byggingarnefndar menningarhúss á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að gera breytingar á erindisbréfi í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir ráðið að nýju.

Samþykkt samhljóða.4.Erindi til sveitarstjórnar vegna ágangs búfjár - minnisblað sambandsins

Málsnúmer 202302048Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar minnisblað, dagsett 3. febrúar 2023, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um ágang búfjár á eignarlönd.

Lagt fram til kynningar.

5.Ársskýrsla fiskeldissjóðs 2021

Málsnúmer 202301224Vakta málsnúmer

Ársskýrsla Fiskeldissjóðs vegna ársins 2021 lögð fram til kynningar.

6.Aðalskipulagsbreyting, Djúpivogur, vegtenging, íbúða- og atvinnusvæði og veitur

Málsnúmer 202111135Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020. Breytingin er sett fram í greinargerð og á uppdrætti og tekur til 6 atriða: Stækkun á athafnasvæði við Innri-Gleðivík, stækkun á hafnarsvæði við Voginn, ný fráveitumannvirki, stækkun á íbúðarsvæði við Fögruhlíðakletta og Hammersminni, ný sjólögn við Innri-Gleðivík, ný gönguleið frá Löngubúð að Innri-Gleðivík og ferðamannabryggja við Hótel Framtíð.
Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til auglýsingar tillögunnar.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

7.Deiliskipulag, Jökuldalur, Klaustursel

Málsnúmer 202111169Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir Stuðlagil í landi Klaustursels á Jökuldal. Tillagan er sett fram á skipulagsuppdrætti og greinargerð ásamt skýringarmyndum, dagsett 7. febrúar 2023.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

8.Deiliskipulagsbreyting, Miðvangur 8

Málsnúmer 202212110Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur uppfærð tillaga frá síðasta fundi ráðsins að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Egilsstaða, sett fram á skipulagsuppdrætti og greinargerð dagsett 2. febrúar 2023.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Aðilar úr stjórn Sigurgarðs ehf. tengjast inn á fundinn og kynna stöðu verkefnisins. Jafnframt fylgja þeir eftir erindi sínu varðandi kostnað við deiliskipulagsbreytinguna og jarðvegsdýpt á lóðinni við Miðvang 8, sem tekið var fyrir á fundi sveitarstjórnar 8. febrúar sl. og vísað var til umhverfis- og framkvæmdaráðs til afgreiðslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að taka saman gjöld sem sveitarfélagið innheimtir í tengslum við verkefnið vegna skipulags- og byggingarþátta og leggja fyrir ráðið.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

 • Eyþór Elíasson - mæting: 10:00
 • Sveinn Jónsson - mæting: 10:00
 • Sigurjón Bjarnason - mæting: 10:00

9.Innsent erindi til umhverfis- og framkvæmdaráðs frá MVA

Málsnúmer 202211275Vakta málsnúmer

Forsvarsaðilar byggingafyrirtækisins MVA ehf. tengjast inn á fund umhverfis- og framkvæmdaráðs til þess að ræða verkferla sveitarfélagsins við lóðaúthlutanir.

Málið er í vinnslu.

Gestir

 • Magnús Baldur Kristjánsson - mæting: 09:30
 • Stefán Vignisson - mæting: 09:30

Fundi slitið - kl. 11:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?