Fara í efni

Vegslóðar og utanvegaakstur

Málsnúmer 202210104

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 28. fundur - 08.11.2022

Fyrir liggur beiðni frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs um að fá að kynna fyrir heimastjórn vegslóðagerð og utanvegaakstur. Fyrir fundinum lágu ljósmyndir af utanvegaakstri utan alfaraleiðar innan Múlaþings.

Á fundinn undir þessum lið mættu Þórhallur Þorsteinsson og Þorvaldur Hjarðar frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs sem fóru yfir slæmt ástand á vegslóðum og skemmdir á náttúrunni sem hlotist hafa af utanvegaakstri. Meðal annars fóru þeir yfir ástand slóða sem eru veghaldslausir inn á Brúardölum.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs þakkar góðar ábendingar og beinir því til sveitarstjórnar Múlaþings að fara þess á leit við stjórnvöld og Vegagerðina að koma þeim fjölförnu slóðum sem ekki hafa veghaldara inn á Vegaskrá. Ummræddar leiðir eru vegur frá Kárahnjúkastíflu yfir Sauðárstíflu, gegnum Brúardali, framhjá Fagradal og yfir á veg 910 við Álfadalsá. Einnig slóðar niður að Hafrahvammagljúfri og niður að Laugavöllum. Jafnframt verði leitað leiða til að afla fjármuna til viðhalds á hálendisslóðum á Fljótsdalshéraði t.d. með umsóknum í þá sjóði sem málið getur fallið undir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 30. fundur - 14.12.2022

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 08.11.2022, er varðar slæmt ástand á vegslóðum og skemmdir í náttúrunni sem skapast hafa af utanvegaakstri.

Til máls tóku: Ívar Karl Hafliðason, Þröstur Jónsson, Hildur Þórisdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Vilhjálmur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórn Fljótsdalshéraðs varðandi það að nauðsynlegt sé að koma þeim fjölförnu slóðum sem ekki hafa veghaldara inn á Vegaskrá. Umræddar leiðir eru vegur frá Kárahnjúkastíflu yfir Sauðárstíflu, gegnum Brúardali, framhjá Fagradal og yfir á veg 910 við Álftadalsá. Einnig slóðar niður að Hafrahvammagljúfri og niður að Laugavöllum. Sveitarstjórn Múlaþings beinir því til Vegagerðarinnar að sjá til þess að brugðist verði við þessu. Sveitarstjórn Múlaþings beinir því jafnframt til umhverfis- og framkvæmdamálastjóra að skoðað verði hvort afla megi fjármuna til viðhalds á hálendisslóðum á innan sveitafélagsins t.d. með umsóknum í þá sjóði sem málið getur fallið undir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?