Fara í efni

Menningarstyrkir 2023

Málsnúmer 202210117

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 64. fundur - 25.10.2022

Fyrir liggja Reglur um úthlutun menningarstyrkja 2023 auk minnisblaðs frá verkefnastjóra menningarmála. Óverulegar breytingar eru á reglunum annað en uppfærsla á dagsetningum og skerpt á orðalagi.

Í vinnslu.

Byggðaráð Múlaþings - 65. fundur - 01.11.2022

Fyrir liggja Reglur um úthlutun menningarstyrkja 2023 auk minnisblaðs frá verkefnastjóra menningarmála. Verkefnastjóri menningarmála kom inn á fundinn undir þessum lið og fór yfir forsendur reglnanna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi reglur um úthlutun menningarstyrkja Múlaþings með breytingum í samræmi við umræðu á fundinum fyrir árið 2023 og felur verkefnastjóra menningarmála að koma þeim í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir - mæting: 12:00

Byggðaráð Múlaþings - 72. fundur - 24.01.2023

Fyrir liggur tillaga að fyrri úthlutun menningarstyrkja Múlaþings fyrir árið 2023 samtals að fjárhæð um 7,6 millj.kr., á grundvelli umsókna. Verkefnastjóri menningarmála kom inn á fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir framlagðar tillögur að fyrri úthlutun menningarstyrkja Múlaþings fyrir árið 2023 og felur verkefnastjóra menningarmála að annast úthlutun í samræmi við gildandi reglur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir

Byggðaráð Múlaþings - 95. fundur - 26.09.2023

Fyrir liggja drög að úthlutun menningarstyrkja Múlaþings (seinni úthlutun) sem eru ætlaðir fyrir verkefni sem gerast á síðari hluta ársins 2023. Sótt var um: 13.527.853,- kr. Heildarkostnaður verkefna nemur 54.800.678,- kr. Inn á fundinn undir þessum lið tengdist Jónína Brá Árnadóttir, verkefnastjóri á sviði menningarmála, og fór yfir málið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að úthlutun menningarstyrkja, samtals að fjárhæð 1.908.500,- kr., og felur verkefnastjóra á sviði menningarmála að koma úthlutunum í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Jónína Brá Árnadóttir - mæting: 10:00
Getum við bætt efni þessarar síðu?