Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

65. fundur 01. nóvember 2022 kl. 09:00 - 13:00 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
 • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
 • Jónína Brynjólfsdóttir varamaður
 • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
 • Eyþór Stefánsson varamaður
 • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir varamaður
 • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
 • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
 • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga þorvaldsdóttir fulltrúi að stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2022

Málsnúmer 202201015Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2023 - 2026

Málsnúmer 202204221Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu vinnu fjárhagsáætlunar Múlaþings 2023 og þriggja ára áætlunar 2024 til 2026 á grundvelli rammaáætlunar sem samþykkt var af sveitarstjórn 29. júní 2022. Einnig var farið yfir tillögu að 10 ára fjárfestingaráætlun er unnið er að hjá umhverfis- og framkvæmdaráði. Undir þessum lið komu inn á fundinn umhverfis- og framkvæmdamálastjóri og Atvinnu- og menningarmálastjóri.

Gestir

 • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 09:00
 • Aðalheiður Borgþórsdóttir - mæting: 09:50

3.Menningarstyrkir Múlaþings 2023

Málsnúmer 202210117Vakta málsnúmer

Fyrir liggja Reglur um úthlutun menningarstyrkja 2023 auk minnisblaðs frá verkefnastjóra menningarmála. Verkefnastjóri menningarmála kom inn á fundinn undir þessum lið og fór yfir forsendur reglnanna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi reglur um úthlutun menningarstyrkja Múlaþings með breytingum í samræmi við umræðu á fundinum fyrir árið 2023 og felur verkefnastjóra menningarmála að koma þeim í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

 • Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir - mæting: 12:00

4.Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga

Málsnúmer 202111213Vakta málsnúmer

Fyrir liggur boðun til aðalfundar Héraðsskjalasafns Austfirðinga sem haldinn verður þriðjudaginn 15. nóvember nk. kl. 17:00 í Safnahúsinu á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að Þórhallur Borgarson mæti sem fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfund Héraðsskjalasafns Austurlands, sem haldinn verður þriðjudaginn 15. nóvember nk., og fari með atkvæði Múlaþings. Jafnframt samþykkir byggðaráð að Ester Sigurðardóttir verði varamaður og mæti á aðalfundinn eigi aðalmaður þess ekki kost.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Aðalfundur Landssamtaka landeigenda á Íslandi

Málsnúmer 202210191Vakta málsnúmer

Fyrir liggur aðalfundarboð Landssamtaka landeigenda á Íslandi sem haldinn verður í Reykjavík föstudaginn 4. nóvember nk.

Lagt fram til kynningar.

6.Fundagerðir stjórnar - Tækniminjasafn Austurlands

Málsnúmer 202111076Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Tækniminjasafns Austurlands, dags. 23.10.2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að beiðnir varðandi lóða- og húsamál auk styrkframlaga fari til umfjöllunar á næsta fundi byggðaráðs sem haldinn verður þriðjudaginn 15. nóvember nk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.LungA hátíðin, styrkbeiðni

Málsnúmer 202209164Vakta málsnúmer

Fyrir liggur styrkbeiðni frá framkvæmdastýru LungA vegna LungA hátíðarinnar. Inn á fundinn undir þessum lið kom verkefnastjóri menningarmála.

Í vinnslu.


Gestir

 • Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir - mæting: 12:20

8.Öldugata 14 Seyðisfirði

Málsnúmer 202209107Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Skaftfelli Myndlistamiðstöð á Austurlandi varðandi mögulega framtíðarnýtingu Skaftfells á húsnæði í eigu sveitarfélagsins að Öldugötu 14 á Seyðisfirði. Einnig liggur fyrir niðurstaða verkefnastjóra framkvæmda varðandi Öldugötu 14 og mögulega nýtingu húseigna sveitarfélagsins að Hafnargötu 42B og 44B.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings er samþykkt því, er fram kemur í tillögu verkefnastjóra framkvæmda, að skynsamlegt sé að sveitarfélagið selji Öldugötu 14 og er sveitarstjóra falið að setja það mál í ferli. Einnig styður byggðaráð að skoðað verði frekar hvort það að fara í nauðsynlegar breytingar á Hafnargötu 42B og 44B, svo þær eignir uppfylli kröfur vegna atvinnuhúsnæðis, séu raunhæfar. Sveitarstjóra falið að láta vinna málið áfram í samráði við fulltrúa Skaftfells og verður málið tekið fyrir að nýju er niðurstaða þeirrar vinnu liggur fyrir.

Samþykkt með fjórum atkvæðum, einn sat hjá (Á.M.S)

9.Samráðsfundur með forsvarmönnum Alcoa

Málsnúmer 202103095Vakta málsnúmer

Inn á fundinn kom Einar Þorsteinsson forstjóri Alcoa og gerði grein fyrir ýmsum samstarfsmálum Alcoa og sveitarfélaga. Að lokinni umræðu var Einari Þorsteinssyni þökkuð koman og veittar upplýsingar varðandi starfsemi Alcoa.

Gestir

 • Einar Þorsteinsson - mæting: 11:15

10.Umsagnarbeiðni um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 231. mál.

Málsnúmer 202210192Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til umsagnar tillaga til þingsályktunar um úttekt á tryggingarvernd í kjölfar náttúruhamfara, 231. mál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings styður að farið verði í að gera úttekt á tryggingavernd og úrvinnslu tjóna í kjölfar náttúruhamfara og felur sveitarstjóra að koma því á framfæri við nefndasvið Alþingis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 13:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?