Fara í efni

Rekstur í Löngubúð

Málsnúmer 202210185

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 31. fundur - 03.11.2022

Heimastjórn gerir það að tillögu sinni að samningur við núverandi rekstaraðila verði uppfærður og framlengdur um eitt ár en reksturinn boðinn út að þeim tíma liðnum. Starfsmanni falið að fylgja málinu eftir og kynna drög að samningi á næsta fundi heimastjórnar með það fyrir augum að undirritun geti farið fram fyrir áramót.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Djúpavogs - 32. fundur - 08.12.2022

Starfsmaður lagði fram drög að samningi í samræmi við fyrri bókun heimastjórnar. Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög og leggur til að gengið verði frá undirritun fyrir áramót.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Djúpavogs - 44. fundur - 07.12.2023

Fyrir fundinum lá tilboð í rekstur Löngubúðar frá Frú Stefaníu ehf. Heimastjórn gerir ekki athugsemdir við tilboðið og beinir því til sveitarstjórnar að gengið verði til samninga við tilboðsgjafa.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 42. fundur - 13.12.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Djúpavogs, dags. 07.12.2023, varðandi rekstur Löngubúðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu heimastjórnar Djúpavogs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að gengið verði til samninga við Frú Stefaníu ehf. á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs um rekstur Löngubúðar. Atvinnu- og menningarmálastjóra falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Getum við bætt efni þessarar síðu?