Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

44. fundur 07. desember 2023 kl. 10:00 - 12:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Oddný Anna Björnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gauti Jóhannesson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Gauti Jóhannesson fulltrúi sveitarstjóra

1.Starfsmannamál

Málsnúmer 202212046Vakta málsnúmer

(IR vék af fundi)
Björn Ingimarsson, sveitarstjóri, sat fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir stöðu mála varðandi ráðningu nýs fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi. Fjórar umsóknir bárust.
Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við að gengið verði til samninga við Eið Ragnarsson um starfið.

Samþykkt samhljóða.

(IR kemur aftur til fundar)

Gestir

  • Björn Ingimarsson - mæting: 10:00

2.Húsnæðisáætlun Múlaþings 2024

Málsnúmer 202308176Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum láu drög að breytingum á texta í húsnæðisáætlun Múlaþings 2024.

Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við breytingarnar.

Samþykkt samhljóða.

3.Íbúafundur Heimastjórnar Djúpavogs.

Málsnúmer 202202045Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá yfirlit yfir svör við athugasemdum, spurningum og ábendingum sem komu fram á íbúafundi 7. nóvember.
Heimastjórn mun setja tiltekin mál á dagskrá og bregðast við eftir því sem við á og aðstæður leyfa.

Samþykkt samhljóða.

4.Rekstur í Löngubúð

Málsnúmer 202210185Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá tilboð í rekstur Löngubúðar frá Frú Stefaníu ehf. Heimastjórn gerir ekki athugsemdir við tilboðið og beinir því til sveitarstjórnar að gengið verði til samninga við tilboðsgjafa.

Samþykkt samhljóða.

5.Fundir sveitarstjórnar, ráða og heimastjórna janúar til júlí 2024

Málsnúmer 202311115Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum láu drög að fundadagatali sveitarstjórnar, ráða og heimastjórna janúar til júlí 2024.

Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við fundadagatalið.

Samþykkt samhljóða.

6.Málefni Ríkarðshúss á Djúpavogi.

Málsnúmer 202105265Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá fundargerð stjórnar Ríkarðshúss.

Lagt fram til kynningar.

7.Hreindýraarður 2023

Málsnúmer 202312049Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá tölvupóstur frá Umhverfisstofnun, dagsettur 4. desember 2023, ásamt drögum að hreindýraarði fyrir árið 2023 á áfangasvæði / jarðir í sveitarfélaginu. Drögin liggja frammi til skoðunar á skrifstofum sveitarfélagsins frá 5. des. til 15. desember 2023 og er það sá frestur sem gefinn er til að gera skriflegar athugasemdir.

Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við framlögð drög.

Samþykkt samhljóða.

8.Úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2023-2024

Málsnúmer 202312016Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2023/2024.

Heimastjórn leggur ekki til að sérreglur verði settar.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

9.Staða verkefna á umhverfis- og framkvæmdasviði

Málsnúmer 202209131Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

10.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi

Málsnúmer 202209244Vakta málsnúmer

Úthlutun úr uppbyggingarsjóði: Nýlega var úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Austurlands v. 2024. Meðal þeirra sem hlutu styrk eru: Ars Longa, rekstrarstyrkur 2 millj. og Kristján Ingimarsson, sumartónleikar Djúpavogskirkju 300 þús.

Ljósleiðari í Berufirði: Ákveðið hefur verið að setja 1 millj. í uppfærslu á örbylgjuneti í Berufirði meðan ekki hefur verið lokið við ljósleiðaravæðingu á svæðinu og mun Rafey hafa umsjón með verkinu.

Faktorshús: Byggðaráð hefur heimilað sveitarstjóra að ganga til samninga við Goðaborg ehf. varðandi uppbyggingu og rekstur í Faktorshúsinu.

Hitaveituframkvæmdir: Framkvæmdir vegna hitaveitu hafa dregist. Nú er gert ráð fyrir að boranir hefjist í febrúar.

Björgunarmiðstöð á Djúpavogi: Áfram er unnið að málinu í samstarfi við viðbragðsaðila.

Heimreiðar: Vegagerðin vinnur nú að hönnun nýrra heimreiða að Framnesi og Stekkamýri.

Nýir bekkir: Undanfarið hafa starfsmenn þjónustumiðstöðvarinnar unnið að smíði bekkja sem fyrirhugað er að hafa í þorpinu og hefur þeim fyrsta verið komið fyrir við Geysi. Bekkirnir eru unnir úr timbri úr gömlu trébryggjunni.

Nýr tengill á heimasíðu: Unnið er að því að koma nýjum tengli á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem hægt verður að nálgast yfirlit yfir stöðu lykil- og undirverkefna heimastjórnar ásamt stefnumótandi markmiðum eins og fram kom í grein heimastjórnar í Bóndavörðunni. Stefnt er að því að tengillinn verði virkur mjög fljótlega.

Vefmyndavél: Unnið er að því að panta og koma fyrir nýrri vefmyndavél.

11.Fundir Heimastjórnar Djúpavogs

Málsnúmer 202010614Vakta málsnúmer

Næsti reglulegi fundur heimastjórnar á Djúpavogi verður haldinn fimmtudaginn 11. janúar næstkomandi kl. 10:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast starfsmanni heimastjórnar fyrir kl. 15:00 mánudaginn 8. janúar á netfangið gauti.johannesson@mulathing.is.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?