Fara í efni

Hreindýraarður 2022

Málsnúmer 202212040

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 29. fundur - 08.12.2022

Fyrir liggur tölvupóstur frá Umhverfisstofnun, dagsettur 5. desember 2022, ásamt með drögum að hreindýraarði fyrir árið 2022 á áfangasvæði / jörðum í sveitarfélaginu. Drögin liggja frammi á skrifstofum Múlaþings til skoðunar frá 5. 12. til 16. 12. 2022 og er það sá frestur sem gefinn er til að gera skriflegar athugasemdir og skulu þær berast innan þessa frests til Umhverfisstofnunar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til við sveitarstjórn að óska eftir við Umhverfisstofnun að tekin verði upp vöktun á skaða sem hreindýr valda landeigendum og að koma á kerfi til að bæta tjón t.d. á túnum, ökrum og skógræktarsvæðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 29. fundur - 08.12.2022

Fyrir liggur tölvupóstur frá Umhverfisstofnun, dagsett 5. desember 2022, ásamt með drögum að hreindýraarði fyrir árið 2022 á áfangasvæði / jarðir í sveitarfélaginu. Drögin liggja frammi á skrifstofum Múlaþings til skoðunar á skrifstofum sveitarfélagsins frá 5. 12. til 16. 12. 2022 og er það sá frestur sem gefinn er til að gera skriflegar athugasemdir og skulu þær berast innan þessa frests.

Landeigendur og aðrir hlutaðeigandi eru hvattir til að kynna sér gögnin.
Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Múlaþings - 32. fundur - 11.01.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 08.12.2022, varðandi málefni hreindýra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að vísa erindi heimastjórnar varðandi mögulega vöktun skaða vegna hreindýra til byggðaráðs til umfjöllunar og afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 71. fundur - 17.01.2023

Fyrir liggur bókun sveitarstjórnar Múlaþings, dags. 11.01.2023, þar sem erindi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 08.12.2022, varðandi mögulega vöktun skaða vegna hreindýra er vísað til byggðaráðs til umfjöllunar og afgreiðslu.

Í vinnslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?