Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

77. fundur 08. ágúst 2023 kl. 12:30 - 14:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Alda Ósk Harðardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
  • Marta Wium Hermannsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
  • Guðbjörg Gunnarsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, Júlía Sæmundsdóttir og Bylgja Borgþórsdóttir fræðslustjóri, félagsmálastjóri og íþrótta- og æskulýðsstjóri
Áheyrnafulltrúi leikskólastjóra: Guðmunda Vala Jónasdóttir, leikskólastjóri Hádegishöfði

1.Tillaga um daggæsluframlag til foreldra

Málsnúmer 202304201Vakta málsnúmer

Málið áfram í vinnslu.

2.Fjöldi leikskólabarna skólaárið 2023-2024 og biðlisti yngstu barnanna eftir leikskólaplássi í júlí 2023

Málsnúmer 202307040Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð felur fræðslustjóra að leita leiða varðandi dagvistunarmál 12 mánaða barna sem fyrirséð er að komist ekki inn á leikskóla, í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Ráðstöfun fjármuna í grunnskólum fyrir alla

Málsnúmer 202306024Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 202012045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Skíðasvæðið í Stafdal

Málsnúmer 202301163Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til afgreiðslu drög að erindisbréfi fyrir starfshóp með það markmið að móta tillögu að framtíðarfyrirkomulagi reksturs skíðasvæðisins í Stafdal.

Fjölskylduráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi fyrir starfshópinn. Jafnframt samþykkir ráðið að Guðný Lára Guðrúnardóttir taki sæti í starfshópnum sem fulltrúi meirihluta og Eyþór Stefánsson taki sæti minnihluta. Íþrótta- og æskulýðsstjóra falið að virkja starfshópinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning

Málsnúmer 202012084Vakta málsnúmer

Teknar eru fyrir breytingatillögur á reglum Múlaþings um sérstakan húsnæðisstuðning. Breytingarnar fela í sér að árlegar leiðbeiningar Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins um tekju- og eignamörk þarf ekki að leggja fyrir fjölskylduráð ár hvert, heldur eru þær þau viðmið sem gilda hverju sinni. Þegar nýjar tölur berast frá ráðuneytinu eru þær uppfærðar í reglum af starfsmönnum og á heimasíðu sveitarfélagsins skjólstæðingum til hægðarauka.

Framlagðar breytingatillögur eru samþykktar samhljóða.

Fundi slitið - kl. 14:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?