Fara í efni

Sameining Skógræktar og Landgræðslu

Málsnúmer 202302013

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 31. fundur - 02.02.2023

Fyrir liggur bréf, dagsett 1. febrúar 2023, frá stjórn Félags skógarbænda á Austurlandi, þar sem lýst er áhyggjum með fyrirhugaða sameiningu Skógræktar og Landgræðslu í eina stofnun.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs tekur undir áhyggjur stjórnar Félags skógarbænda á Austurlandi og beinir því til sveitarstjórnar að leggja áherslu á að höfuðstöðvar og stjórn skógræktar verði áfram á Austurlandi. Þannig má nýta tækifæri með sameiningu stofnana til að efla skógrækt sem atvinnugrein. Lögð er áhersla á að starfsstöð forstöðumanns nýrrar stofnunar verði á Héraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 33. fundur - 08.02.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 02.02.2023, varðandi fyrirhugaða sameiningu Skógræktar og Landgræðslu í eina stofnun.

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir, Eyþór Stefánsson sem bar upp fyrirspurn, Berglind Harpa Svavarsdóttir sem svaraði fyrirspurn Eyþórs, Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn, Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímson, Þröstur Jónsson og Vilhjálmur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórn Fljótsdalshéraðs og leggur áherslu á að höfuðstöðvar og stjórn skógræktar verði áfram á Austurlandi og þannig verði sameining stofnana Landgræðslu og Skógræktar nýtt til að efla skógrækt sem atvinnugrein. Lögð er áhersla á að starfsstöð forstöðumanns nýrrar stofnunar verði á Héraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?